Tryggja skal rétt nemenda með sérþarfir til skólavistar í framhaldsskólum!
31.08.2017
Þroskaþjálfafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við að yfirvöld menntamála hafi ekki tryggt að allir nemendur með sérþarfir sem sækja um í framhaldsskólum landsins fái skólavist, eins og þeir eiga rétt á. Félagið hvetur yfirvöld til að lagfæra þetta strax þannig að allir nemendur með sérþarfir sem sótt hafa um í framhaldskólum nú á haustönn fái þar inni. Yfirvöld verða að sýna í verki að menntun sé fyrir alla á Íslandi, ekki eingöngu suma!
Lesa meira