Norrænt samstarf

 

Allt frá árinu 1991 hafa félög þroskaþjálfa á Norðurlöndunum í sameiningu þróað hugmyndir, deilt reynslu og þekkingu sín á milli. Árið 2016 fagnaði NFFS 25 ára samstarfsafmæli. Af því tilefni dró stjórn samtakanna á þeim tíma sögu samstarfsins saman í sérstöku afmælisriti sem má nálgast hér.


Samanburður á menntun þroskaþjálfa á Norðurlöndunum

Í júní 2015 framkvæmdi NFFS samanburðarkönnun á menntun þroskaþjálfa á Norðurlöndum. Könnunin gefur yfirsýn á sameiginlegar áherslur sem og ólíkar í náminu í hverju landi fyrir sig. Samantekt og niðurstöður könnunarinnar er að finna hér


Félagið hefur í samvinnu við NFFS unnið verkefni um hvernig við sem fagmenn getum unnið sem best með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Nú þegar er þetta komið út á dönsku og verður gefið út á ensku. Félagið er að leita leiða til að þýða verkefnið yfir á íslensku.

Hér er hægt að nálgast efnið á dönsku FN´s Börnekonvention og socialpædagogikken

Í apríl 2012 kom efnið út á ensku, hér er hægt að nálgast það The Connvention on the Rights of the Child and Social Education.

Í apríl 2013 kom út þýðing á íslensku, hér er hægt að nálgast það Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og þroskaþjálfafræðin

 


Október 2010

Í samstarfi við NFFS hefur félagið unnið að verkefninu Et værdigt lif for mennesker med udviklingshæmninger.

Hér er hægt að nálgast efnið á dönsku Et værdigt liv for mennesker med udviklingshæmninger 

Hér er hægt að nálgast efnið á ensku A life of dignity for persons with developmental disabilities

 

 



Alþjóðleg samtök social educators

Þetta eru alþjóðleg samtök þroskaþjálfa/social educators. Þroskaþjálfafélagið er aðilai að þeim. Heimasíða samtakana er: http://aieji.net/english/index.asp

Þar er er hægt að finna ýrmsar gagnlegar upplýsingar um samtökin og fréttabréf þeirra.

 

 

 


 

 

Nordisk Forum For Socialpedagoger


Þroskaþjálfafélag Íslands á aðild að Nordisk Forum For Socialpedagoger. En það eru samtök norræna þroskaþjálfa eða socialpedagoger sem er hliðstæð menntun. Í þessu samstarfi eru félög í  Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi.

Hér á eftir eru heimasíður viðkomandi félaga í NFFS:

www.fobsv.no   Fellesorganisasjonen for barnevernpedagoger, sosionomer og vernepleiere, Noregur

www.sl-dk.dk   Socialpædagogernes Landsforbund, Danmörk.

www.pedagogfelag.fo  Færeyjar

www.nanoq.gl  Grænland

www.talentia.fi Finnland

www.vision.se   Svíþjóð