Ný framtíðarsýn og starfsþróun þroskaþjálfa í alþjóðlegu ljósi, langtímarannsókn
Fagráð bauð til fræðslu 2. desember 2015, frá kl 15:00 – 17:00 í húsnæði félagsins að Borgartúni 6, 3. hæð.
Kristín Lilliendahl aðjúnkt og Vilborg Jóhannsdóttir lektor gáfu í tveimur erindum innsýn í langtímarannsókn sem þær eru að vinna að og beinir sjónum að menntun og störfum þroskaþjálfa í alþjóðlegu ljósi.
Í fyrra erindinu Ný framtíðarsýn fagstéttar þroskaþjálfa í fjórum löndum Evrópu mun Kristín varpa ljósi á framtíðarsýn og helstu áskoranir fagstéttar þroskaþjálfa hér á landi og í þremur öðrum löndum Evrópu, þ.e. Í Danmörku, Noregi og Spáni. Horft er sérstaklega frá sjónarhóli fagfélaga.
Í seinna erindinu Starfsþróun fagstéttar þroskaþjálfa í ljósi nýrra áskorana beinir Vilborg sjónum að starfsþróun íslenskra þroskaþjálfa með áherslu á þær áskoranir sem mæta henni þegar hún færir sig til á breiðum starfsvettvangi. Bæði erindin byggja á niðurstöðum úr þeim hluta langtímarannsóknarinnar er skoðar stöðu og þróun starfa íslenskra þroskaþjálfa á grundvelli þróunar sambærilegrar fagstéttar í Evrópu.
Hér má sjá röð myndbanda frá fræðslunni.