Minningarsjóður Guðnýjar Ellu Sigurðardóttur
Umsónkareyðublað
Sjóðurinn var stofnaður 25.maí 1983 til minningar um Guðnýju Ellu Sigurðardóttur yfirkennara Þroskaþjálfaskóla Íslands er andaðist 29. janúar 1983. Guðný Ella var kennari að mennt og starfaði lengst af við Álftamýrarskóla og síðar sem sérkennari með próf frá Kennaraháskóla Íslands. Hún lauk prófi í kennslu heyrnleysingja í Skotlandi og starfaði í norrænni nefnd um kennslugögn og gerð námsefnis varðandi sérkennslu fyrir menntamálaráðuneytið.
Guðný Ella bar hag menntunar þroskaþjálfa mjög fyrir brjósti og vildi efla hana og bæta. Hún hafði mikinn skilning á því að góð menntun þroskaþjálfa skilaði sér í bættri þjálfun, uppeldi og umönnun þroskaheftra.
Fjölskylda styrkja þroskaþjálfa til frekara náms í þroskaþjálfun. Stofnendur voru kennarar, nemendur og skólastjórn ÞSÍ, Félag þroskaþjálfa svo og fjölskylda og vinir Guðnýjar Ellu. Stofnfé sjóðsins var kr.23.300- sem barst frá ættingjum, vinum hennar og frá útskriftarhóp þroskaþjálfa það árið.
Tekjur sjóðsins er arður af eignum hans, gjafir og áheit er honum berast svo og af sölu minningarkorta.
Markmiðsjóðsins er að styrkja til framhaldsnáms nemendur er lokið hafa námi við Þroskaþjálfaskóla Íslands eða Þroskaþjálfaskor Kennaraháskóla Íslands. Við styrkveitingar er það sjónarmið haft að leiðarljósi að veita ekki fleiri styrki en svo að þeir komi styrkþegum að verulegum notum.
Hefð hefur verið fyrir því að veita styrki úr sjóðnum við útskrift þroskaþjálfa frá Þroskaþjálfaskóla Íslands. Vegna breytinga sem nú eru orðnar við útskrift þroskaþjálfa tók ný sjóðsstjórn þá ákvörðun að úthlutun úr sjóðnum færi fram við sérstaka athöfn á fæðingardegi Guðnýjar Ellu, 4.maí ár hvert.Þetta árið mun úthlutun fara fram á aðalfundi Þroskaþjálfafélags Íslands þann 20. maí næstkomandi.
Þroskaþjálfar geta sótt um styrk úr sjóðnum á þar til gerð eyðublöð sem liggja frammi hjá Þroskaþjálfafélagi Íslands og Kennaraháskóla Íslands þroskaþjálfaskor að Skipholti. Umsóknir þurfa að berast minningarsjóðnum í síðasta lagi 31.mars ár hvert.
Starfsreglur sjóðsins eru eftirfarandi:
- Þroskaþjálfar geta einir fengið styrk úr sjóðnum.
- Styrkur er veittur til þeirra sem ekki eiga rétt á námslánum.
- Styrkur er veittur til þeirra sem mennta sig til frekara náms í þroskaþjálfun (fá ekki nýtt starfsheiti).
Þroskaþjálfafélag Íslands (áður Félag þroskaþjálfa) tók við vörslu sjóðsins 1992.
Í nýrri skipulagsskrá fyrir sjóðinn frá 8.október 1999 var þroskaþjálfum í sjóðsstjórn fjölgað til að tryggja öryggi þroskaþjálfa varðandi sjóðinn. Þannig að nú er sjóðsstjórnin skipuð þremur félögum úr Þroskaþjálfafélagi Íslands, fulltrúa úr fjölskyldu Guðnýjar Ellu, Örnólfi Thorlacius og einum fulltrúa KHÍ þroskaþjálfaskor, Ádísi Kristjánsdóttur. Núverandi vörsluaðili er Sigríður Kristjánsdóttir þroskaþjálfi sem tók við því hlutverki síðastliðið vor, aðrir fulltrúar félagsins eru Birna Björnsdóttir þroskaþjálfi og Sólveig Theódórsdótttir þroskaþjálfi, sem lengst af var vörsluaðili sjóðsins.
Sjóðsstjórnin óskar þroskaþjálfum til hamingju með afmæli félagsins um leið og hún hvetur alla þroskaþjálfa og þá sem bera símenntun þroskaþjálfa og minningu Guðnýjar Ellu Sigurðardóttir fyrir brjósti að muna eftir sjóðnum. Þetta er eini sjóðurinn sem þroskaþjálfar einir stétta geta sótt um styrk til. Menntunarmöguleikar þroskaþjálfa eru sífellt að aukast og það er mikill styrkur fyrir stétt að eiga öflugan sjóð til að sækja í. Styrkur sjóðsins og framtíðarmöguleikar hans eru í ykkar höndum.
Stjórn Minningarsjóðs Guðnýjar Ellu Sigurðardóttur.
Umsóknareyðublað
Minningarsj_Gu_nyjar_Ellu.doc