Yfirlit frétta

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Fyrirtaka Félagsdómi í máli ÞÍ gegn Reykjavíkurborg

Þann 24. september var tekið fyrir í Félagsdómi mál Þroskaþjálfafélags Íslands á hendur Reykjavíkurborg varðandi störf sem undanþegin eru verkfallsheimild og birt voru í B-deild stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 80, þann 30. janúar 2015. Þroskaþjálfafélag Íslands lítur svo á að auglýsingin taki ekki til félagsmanna ÞÍ sem starfa á Velferðasviði og hafa starfsheitið þroskaþjálfi eða deildarstjóri/yfirþroskaþjálfi. Niðurstöðu er að vænta innan fjögurra vikna.
Lesa meira

Kjarakönnun 2015

Könnun þessi er gerð af Maskínu fyrir BHM og aðildarfélög þess. Hún erum kjör féalgsmanna og aðra þætti sem tengjast kjörum og starfsumhverfi þeirra. Þettta er í þriðja sinn sem þessi könnun er framkvæmd. Könnunin var lögð fyrir alla félaga BHM sem voru í starfi þann 1. nóvember 2014 og fór fram dagana 11. mars - 30. apríl 2015. Könnunin var send til allra í tölvupósti og sendi Maskína áminningu um að svara fjórum sinnum, auk þess sem hvert aðildarfélag minnti félagsmenn sína reglulega á þátttöku. Í þýðinu öllu voru 10.454 manns, en þegar búið var að draga þá frá svo voru hættir störfum stóðu 10433 þátttakendur eftir. Af þeim svaraði 5.191 eða 49,9 %.
Lesa meira

Sameiginlegur upplýsingafundur aðildarfélaga BHM

Rúmlega 300 félagsmenn mættu á upplýsingafund BHM í gærkvöldi þar sem farið var yfir niðurstöður Hæstaréttar og úrskurð gerðardóms. Mikið var um spurningar úr sal enda margt sem þarfnast nánari skýringa og útfærslna. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, fór yfir dóm Hæstaréttar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, yfir úrskurð gerðardóms. Hér má nálgast glærukynningarnar þeirra.
Lesa meira

Stutt samantekt um gerðardóm

Gerðardómur birti úrskurð sinn um kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kl.14 í dag. Með úrskurðinum eru stigin fyrstu skref í þá átt að meta menntun til launa. Hér er stutt samantekt: Gildistími úrskurðarins hjá BHM-félögum er frá 1. mars 2015 til 31. ágúst 2017, tvö og hálft ár. BHM-félögin sóttu það stíft að vera ekki bundin til langs tíma af lögþvingaðari niðurstöðu og ber að fagna að á það hafi verið hlustað. Gildistími úrskurðar Fíh er hins vegar 4 ár og í honum eru endurskoðunarákvæði líkt og í samningum sem gerðir hafa verið undanfarið. Það eru engin uppsagnarákvæði í úrskurði BHM.
Lesa meira

Boðað er til vinnustaðarfundar 16. júní

Í kjölfar samþykktar laga um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna er boðað til vinnustaðafundar fyrir hönd þeirra stéttarfélaga sem lögin tala til. Dagskrá fundarins er staða kjaraviðræðna og lagsetning á verkfallsaðgerðir BHM. Sameiginlegur vinnustaðarfundur stéttarfélaganna verður í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík á morgun, þriðjudaginn 16. júní kl.14.30 – 16.00. Fundinum verður streymt og verður hægt að nálgast upplýsingar á bhm.is á morgun. Fjölmennum og sýnum samstöðu!
Lesa meira

Staðan í kjarasamninsgviðræðum BHM við ríkið

Þrettán klukkustunda löngum samningafundi lauk í kvöld með því að ríkissáttasemjari sleit fundi eftir að samninganefnd ríkisins hafnaði tillögu BHM til lausnar deilunni. Enn og aftur fékk samninganefnd BHM það staðfest að um sýndarviðræður hafi verið að ræða. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur gert forsendur í kjarasamningum almenna vinnumarkaðarins að sínum, gefið frá sér samningsumboðið og samningsréttur félagsmanna BHM að engu hafður. Frá upphafi viðræðna hefur samninganefnd BHM gert sanngjarnar og skýrar kröfur um að menntun sé metin til launa og fjármagn verði aukið til stofnanasamninga. Kröfurnar byggjast á sameiginlegum hagsmunum ríkisins og starfsmanna þess. BHM hefur ítrekað lagt fram ýmsar leiðir til lausnar og teygt sig í átt að áherslum samninganefndar ríkisins.
Lesa meira

Svar óskast!

Í fjölmiðlum á föstudag fullyrti fjármála- og efnahagsráðherra að samninganefnd ríkisins hefði fullt umboð til samninga við BHM. Í gær steig forsætisráðherra fram og sagði að ekki verði samið við BHM fyrr en samið hafi verið á almennum vinnumarkaði.
Lesa meira

BHM dregur samningsvilja ríkisins í efa.

BHM lýsir furðu vegna ummæla forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar lýsti hann því yfir að ekki yrði samið við ríkisstarfsmenn fyrr en að loknum samningum á almennum vinnumarkaði. Með framgöngu sinni dregur ráðherrann samningsrétt ríkisstarfsmanna í efa. Kjaraviðræður BHM við ríkið eru á mjög viðkvæmu stigi. Boðað hafði verið til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Í ljósi ummælanna dregur BHM samningsvilja ríkisins í efa. Samninganefnd BHM hefur verið boðuð til fundar í hádeginu á morgun til að ræða stöðuna í framhaldi af ummælum forsætisráðherra.
Lesa meira

50 ára saga þroskaþjálfa gefin út á bók

Laust fyrir 1960 settust nokkrar stúlkur á skólabekk á Kópavogshæli til að búa sig undir "gæslu og umönnun vangefinna" eins og það hét í þá daga. Þar hófst saga þroskaþjálfa sem síðan hafa starfað í þágu fatlaðs fólks á Íslandi, einkum fólks með þroskahömlun, og eiga sér fjölbreyttari starfsvettvang en flestar aðrar stéttir. Saga stéttarinnar er nú komin út á bók sem er nú fánleg í helstu bókuabúðum og fyrir félagsmenn á skrifstofu félagsins. Bók sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Grein um þroskaþjálfa og störf þeirra í gegnum tíðina birtist í Fréttablaðinu, þann 16. maí síðast liðinn.
Lesa meira

Stuðningsyfirlýsing frá systursamtökum ÞÍ í Finnlandi

Dear Þroskaþjálfafélags Íslands We have followed your excited wage agreements here in Finland and just wanted to tell that, We give our full backing for You and really hope, that You will manage to get the wage level Your members really earn in after the economic crisis. We cordially approve that academics in social work should pay with regard to their education, especially now when the social workers in Iceland have already given their contribution by helping clients suffering the consequenses of the economic crisis.
Lesa meira