Fyrirlestur um túlka- og þýðingarþjónustu
Þroskaþjálfafélag Íslands í samvinnu við Menntavísindasvið HÍ verða með fyrirlestur um túlka- og þýðingarþjónustu.
Fyrirlesari er Angelica Cantú Dávila sem er verkefnastjóri túlka-og þýðingardeildar ICI Inter Cultural Iceland, Túlka- og þýðingarþjónustu.
Hún hefur verið í samstarfi sem túlkur við Landspítala háskólasjúkrahús til fjölda ára og jafnframt leiðbeint fagfólki í félagsþjónustu við að nýta túlka í samskiptum við þjónustunotendur af erlendum uppruna.
Angelica flytur fyrirlestur sinn á íslensku.
Fyrirlesturinn verður haldinn mánudaginn 19. september kl. 15.00 til 17.00 að Borgartúni 6, 3 hæð.