Yfirlit frétta

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Kynning á starfsmati fyrir félagsmenn starfandi hjá sveitarfélögum

Sameiginleg kynning á starfsmati fyrir félagsmenn ÞÍ og annarra aðildarfélaga BHM sem starfandi eru hjá sveitarfélögunum (öðrum en Reykjavík) verður föstudaginn 24. febrúar í Reykjavík, Borgartúni 6 á 3. hæð. Hefst kynningin klukkan 13:30 og er gert ráð fyrir að hún taki 1,5 klukkustund. Þeir sem ekki eiga kost á að koma á kynninguna geta horft á hana í streymi, einnig verður hægt að horfa á kynninguna eftir á, eða á þeim tíma sem hverjum og einum þykir henta.
Lesa meira

Yfirlýsing - Skipulag og framkvæmd á þjónustu við fatlað fólk verður að vera á faglegum grunni

Þroskaþjálfafélag Íslands fagnar útkomu skýrslu vistheimilanefndar um vistun barna á Kópavogshæli 1952 – 1993 og gefur hún fullt tilefni til að kryfja til mergjar stöðuna eins og hún er í dag í málaflokki fatlaðra. Þroskaþjálfafélag Íslands telur mikilvægt að þeir sem stýra og bera ábyrgð á úrræðum fyrir fatlað fólk þurfi að hafa menntun, þekkingu og reynslu við hæfi. Þar sem um er að ræða þá aðila sem bera faglega ábyrgð á starfseminni er mikilvægt að viðkomandi hafi sérhæfða þekkingu á málefnum fatlaðs fólks, séu vel að sér í gildandi hugmyndafræði, þekki réttindi fatlaðs fólks og geti mótað viðhorf undirmanna sinna til starfsins og notendanna. Annað er óásættanlegt!
Lesa meira

Kynningarfundur fyrir félagsmenn ÞÍ í tilefni útgáfu skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli 1952 - 1993

Kynning fyrir félagsmenn Þroskaþjálfafélags Íslands. Kynningin verður í Borgartúni 6 á 3. hæð og hefst hún klukkan 14. Formaður vistheimilanefndarinnar, Hrefna Friðriksdóttir, kynnir skýrsluna og að henni lokinni verður svigrúm fyrir umræður.
Lesa meira

Kynningar og upplýsingafundur í tilefni útgáfu skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli 1952 – 1993.

Kynningar og upplýsingafundur í tilefni útgáfu skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli 1952 – 1993. Í tilefni af skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli 1952 – 1993 sem kom út 7. febrúar 2016, bjóða Átak félags fólks með þroskahömlun, Landssamtökin Þroskahjálp og Þroskaþjálfafélag Íslands til kynningarfundar. Kynningin verður á Grand Hótel Reykjavík, salnum Hvammi, miðvikudaginn 15. febrúar kl 17:00 – 19:00. Kynningin er eingöngu ætluð þeim sem tengjast Kópavogshæli á einhvern hátt á þessu tímabili, fötluðu fólki sem bjó á Kópavogshæli, aðstandendum þeirra og starfsfólki. Formaður vistheimilanefndarinnar, Hrefna Friðriksdóttir kynnir skýrsluna, Guðrún V. Stefánsdóttir fer yfir helstu atriðin á auðskildu máli og í kjölfar þess verður gefið svigrúm fyrir umræður. Allir þeir sem málið varðar velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Lesa meira

Skýrsla um vistun barna á Kópavogshæli 1952-1993

Vistheimilanefnd, sem skipuð var til að kanna starfsemi vist- og meðferðaheimila fyrir börn, skilaði í dag dómsmálaráðherra skýrslu sinni og fjallar hún um vistun barna á Kópavogshæli árin 1952-1993. Áður hafði nefndin skilað skýrslum um Unglingaheimili ríkisins, Upptökuheimili ríkisins, meðferðarheimilin í Smáratúni og á Torfastöðum, um Heyrnleyingjaskólann, vistheimilin Kumbaravog, Reykjahlíð og Silungapoll, skólaheimilið Bjarg, Breiðavíkurheimilið og heimavistarskólann að Jaðri.
Lesa meira

Umfjöllun um nýjustu þróun í hugmyndafræði um fatlað fólk

Á starfsdögum þroskaþjálfa í Borgarnesi var m.a. Rannveig Traustadóttir, prófessor, með erindi þar sem hún minntist sérstaklega á Theresia Degener prófessor. Theresia er varaformaður eftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna með sáttmálanum um réttindi fatlaðs fólks. Grein sem hún hefur ritað, "Disability in a Human Rights Context" fjallar um nýjustu þróun í hugmyndafræði um fatlað fólk.
Lesa meira

Starfsdagar 26. og 27. janúar 2017

Að þessu sinnu verður viðfangsefni starfsdaga Þí samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Markmið þessa daga er að þroskaþjálfar geri sér grein fyrir hvaða áhrif fullgilding samningsins mun hafa á starf stéttarinnar í komandi framtíð og hver og einn tengi það við sinn starfsvettvang. Mikilvægt er að stéttin geri sér grein fyrir þeim áskorunum og hindrunum sem framundan eru.
Lesa meira

Samstarf við systrasamtök ÞÍ á Norðurlöndunum 25 ára.

Fyrir 25 árum, hófst starf NFFS (nordisk forum for socialpedagoga ). Þar hafa Norðurlöndin skipst á hugmyndum, reynslu og þekkingu og fjöldi skýrslna og bæklinga verið gefnir út. Í tilefni af þessu mikilvæga samstarfi í 25 ár, var í dag, gefin út ritið JUBILÆUM: 25 ÅRS NORDISK SAMARBEJDE GIVER STYRKE. Í ritinu má lesa meðal annars um starf þroskaþjálfa hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar
Lesa meira

Birtingarmynd ofbeldis

Fræðsla ætluð þroskaþjálfum á vegum Fagráðs ÞÍ. "Birtingarmynd ofbeldis - áhrifavaldar og áhættuþættir - áhrifaríkar leiðir gegn ofbeldi og mikilvægi góðra samskipta." Guðmundur Sævar Sævarsson, réttargeðhjúkrunarfræðingur heldur erindið.
Lesa meira

Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 10 ára 13. desember 2016

Þann 13. desember 2006 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðuþjóðanna sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Aldrei í sögu Sameinuðu þjóðanna hafa jafnmörg ríki undirritað mannréttindasáttmála við opnun undirritunar en hún var 30. mars 2007 og skrifðu þá alls 120 ríki og Evrópusambandið undir sáttmálann. Hann tók gildi 3. maí 2008 þegar 20 ríki höfðu fullgilt hann. Ísland var eitt síðasta Evrópuríkið til að fullgilda hann en það varð að raunveruleika þann 20. september 2016.
Lesa meira