Yfirlit frétta

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Forstöðumaður Öldunnar, Borgarnesi

Borgarbyggð auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu forstöðumanns Öldunnar, verndaðs vinnustaðar í Borgarnesi. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra.
Lesa meira

Ný sýn? - Nýir tímar?

Fundur um ný lög og mannréttindi fatlaðs fólks Ný lög um þjónustu við fatlað fólk og mjög mikilvægar breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga taka gildi 1. október n.k. Landssamtökin Þroskahjálp og Þroskaþjálfafélag Íslands boða til morgunverðarfundar þar sem nýju lögin verða kynnt og sérstaklega fjallað um tengsl þeirra við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og önnur alþjóðleg mannréttindi og hvaða þýðingu þau tengsl hafa fyrir túlkun laganna, beitingu þeirra og alla framkvæmd og þjónustu samkvæmt þeim.
Lesa meira

Þroskaþjálfa vantar í starf með fötluðu fólki á hæfingarstöðina að Bæjarhrauni

Þar fer fram skipulögð vinna í grunn- og skynörvun annarsvegar og hinsvegar þjálfun í notkun óhefðbundinna tjáskipta ásamt almennri þjónustu við fólk með mikla stuðningsþörf.
Lesa meira

Yfirþroskaþjálfi á heimili

Ás styrktarfélag óskar eftir yfirþroskaþjálfa á heimili að Háteigsvegi. Um er að ræða 60-80% starf, að hluta til í vaktavinnu. Staðan er laus frá 1. október eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir þurfa að berast fyrir 27. september.
Lesa meira

Lokun skrifstofu vegna sumarleyfa

Skrifstofa félagsins er lokuð vegna sumarleyfa frá hádegi 12. júlí til og með 3. ágúst 2018. Tölvupóstar verða lesnir stopult í lokuninni. Sumarkveðjur Starfsfólk félagsins Starfsfólk Þroskaþjálfafélags Íslands
Lesa meira

Persónuvernd á throska.is

Öll meðferð og vinnsla persónuupplýsinga hjá Þroskaþjálfafélagi Íslands er í samræmi við Persónuverndarstefnu félagsins sem byggir á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Lesa meira

Seinkun á innleiðingu starfsmats.

Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við aðildarfélög BHM frá árinu 2016 var samið um upptöku starfsmatskerfisins SAMSTARF. Aðgerðaráætlun sem fylgir kjarasamningunum gerir ráð fyrir innleiðingu starfsmatsins í þremur skrefum, en innleiðingarferlinu skal lokið fyrir 1. júní 2018. Reyndin hefur orðið sú að mat á störfum samkvæmt starfsmati, hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í kjarasamningum. Það liggur því fyrir að innleiðingarferli starfsmats fyrir háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaga verður ekki lokið fyrir 1. júní 2018.
Lesa meira

Nýr kjarasamningur milli ÞÍ og ríkisins undirritaður í dag.

Samningar við sautján aðildarfélög BHM við ríkið hafa verið lausir frá því síðast liðið haust. Klukkan 16 í dag undirritaði samninganefnd ÞÍ nýjan samning með fyrirvara um samþykki félagsmanna en á næstunni verða efnisatriði hans kynnt innan ÞÍ og því næst borinn undir atkvæði.
Lesa meira

Nýjungar í starfi með fólki - Áhrifaþættir í faglegu starfi þann 26. janúar 2018

Umfjöllunarefni málþingsins eru Nýjungar í starfi með fólki - Áhrifaþættir í faglegu starfi. Staðsetning: Hotel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík. Tími: 26. janúar kl. 8:30 - 16:30. Kostnaður: kr. 9.500
Lesa meira

Kynning á greiningu sóknarfæra í menntun þroskaþjálfa og tillögur um skipulag og inntak þroskaþjálfanámsins við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Þriðjudaginn 10. október, mun Andrea G. Dofradóttir og Rannveig Traustadóttir niðurstöður starfshóps í greiningu á sóknarfærum í menntun þroskaþjálfa og tillögur um skipulag og inntak þroskaþjálfanámsins við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Jóhanna Einarsdóttir, sviðsforseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, skipaði starfshópinn.
Lesa meira