Yfirlit frétta

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Af aðalfundi ÞÍ

Á aðalfundi ÞÍ sem haldinn var 24. maí s.l. var kjörið í 17 trúnaðarstöður, auk þess sem kosið var um lagabreytingu og félagsgjöldum breytt.
Lesa meira

Kynningarfundur um breytingar á A- deild LSR

Fjallað verður um væntanlegar breytingar á A-deild LSR sem taka gildi 1. júní nk. og hver áhrif breytinganna verða á núverandi sjóðfélaga í A-deild LSR og þá sjóðfélaga sem koma nýir inn í sjóðinn eftir 01.06.2017.
Lesa meira

Staða nemenda með fötlun á sérnámsbrautum verði tryggð ef til sameiningar kemur

Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ) lýsir yfir þungum áhyggjum vegna áforma um sameiningu tveggja stærstu framhaldsskóla landsins, Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla (FÁ). Verði þessi áform að veruleika telur félagið að tryggja verði að allir þroskaþjálfar og aðrir starfsmenn FÁ haldi störfum sínum og kjörum. Einnig að staða nemenda með fötlun, sem stunda nám á sérnámsbrautum við þessa skóla, verði tryggð. Mikilvægt er að þessir nemendur geti áfram sótt nám sitt og fái þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda.
Lesa meira

Upplýsingar um væntanlegar breytingar á A- deild LSR

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur birt á vef sínum upplýsingar fyrir sjóðfélaga um væntanlegar breytingar á réttindakerfi A-deildar sjóðsins. Breytingarnar taka gildi 1. júní nk. í samræmi við lög nr. 127/2016 sem samþykkt voru á Alþingi í lok síðasta árs.
Lesa meira

Aðalfundur Þroskaþjálfafélags Íslands 2017

Aðalfundur þroskaþjálfafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 24. maí n.k. og hefst klukkan 17.00 í Borgartúni 6, 3 hæð. Dagskrá: •Kosnir starfsmenn fundarins •Formaður leggur fram skýrslu stjórnar •Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til afgreiðslu og gerir grein fyrir fjárhag þess •Lagabreytingar •Kosning í stjórn, nefndir og ráð •Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins til vara •Lögð fram fjárhagsáætlun næsta árs og félagsgjöld ákveðin •Önnur mál
Lesa meira

Erum við að leita af þér?

Þroskaþjálfafélag Íslands leitar að félagsmönnum til að sitja í stjórnum og nefndum Bandalags háskólamanna. Ef þú hefur áhuga hafðu þá samband við okkur hjá ÞÍ fyrir lok 17. apríl nk.
Lesa meira

Mikill hlátur og smá grátur

Þroskaþjálfafélag Íslands stendur fyrir fyrirlestur 3. maí kl. 15.00 í Borgartúni 6, 3 hæð. Arndís Halla Jóhannesdóttir þroskaþjálfi verður með erindi þar sem hún er að vekja fólk til umhugsunar um að öll höfum við val um hvernig við bregðumst við því sem við þurfum að takast á við í lífinu.
Lesa meira

Kynning á starfsmati fyrir félagsmenn starfandi hjá sveitarfélögum

Sameiginleg kynning á starfsmati fyrir félagsmenn ÞÍ og annarra aðildarfélaga BHM sem starfandi eru hjá sveitarfélögunum (öðrum en Reykjavík) verður föstudaginn 24. febrúar í Reykjavík, Borgartúni 6 á 3. hæð. Hefst kynningin klukkan 13:30 og er gert ráð fyrir að hún taki 1,5 klukkustund. Þeir sem ekki eiga kost á að koma á kynninguna geta horft á hana í streymi, einnig verður hægt að horfa á kynninguna eftir á, eða á þeim tíma sem hverjum og einum þykir henta.
Lesa meira

Yfirlýsing - Skipulag og framkvæmd á þjónustu við fatlað fólk verður að vera á faglegum grunni

Þroskaþjálfafélag Íslands fagnar útkomu skýrslu vistheimilanefndar um vistun barna á Kópavogshæli 1952 – 1993 og gefur hún fullt tilefni til að kryfja til mergjar stöðuna eins og hún er í dag í málaflokki fatlaðra. Þroskaþjálfafélag Íslands telur mikilvægt að þeir sem stýra og bera ábyrgð á úrræðum fyrir fatlað fólk þurfi að hafa menntun, þekkingu og reynslu við hæfi. Þar sem um er að ræða þá aðila sem bera faglega ábyrgð á starfseminni er mikilvægt að viðkomandi hafi sérhæfða þekkingu á málefnum fatlaðs fólks, séu vel að sér í gildandi hugmyndafræði, þekki réttindi fatlaðs fólks og geti mótað viðhorf undirmanna sinna til starfsins og notendanna. Annað er óásættanlegt!
Lesa meira

Kynningarfundur fyrir félagsmenn ÞÍ í tilefni útgáfu skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli 1952 - 1993

Kynning fyrir félagsmenn Þroskaþjálfafélags Íslands. Kynningin verður í Borgartúni 6 á 3. hæð og hefst hún klukkan 14. Formaður vistheimilanefndarinnar, Hrefna Friðriksdóttir, kynnir skýrsluna og að henni lokinni verður svigrúm fyrir umræður.
Lesa meira