Yfirlit frétta

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Bæklingur um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

Allir eiga rétt á því að starfsumhverfi þeirra einkennist af gagnkvæmri virðingu í samskiptum. Í því felst að starfsmenn eiga rétt á því að njóta skilyrðislausrar verndar gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustað. Nú er kominn út bæklingur þar sem farið er yfir ýmis atriði tengt kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Að bæklingnum standa ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa. Hann kemur út í dag, 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Lesa meira

Opinn stefnumótunarfundur Landssamtakanna Þroskahjálpar laugardaginn 12. mars kl. 13 - 17

Hvar stöndum við? - Hvert stefnum við? Á þessu ári eru liðin fjörutíu frá stofnun Landssamtakanna Þroskahjálpar. En þó að samtökin séu síung og kröftug og allt sé fertugum fært er hollt og nauðsynlegt að staldra annað slagið við og spyrja sig nokkurrra mikilvægra spurninga. Fertugsafmæli er mjög gott tilefni til þess. Hvar stöndum við? Hvað gerum við vel? Hvað þurfum við að gera betur? Hvert stefnum við?
Lesa meira

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars - Örugg í vinnunni

Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum BHM, Alþýðusamband Íslands, BSRB, Kennarasamband Íslands, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð efna til hádegisverðarfundar þriðjudaginn 8. mars 2016 þar sem fjallað verður um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Lesa meira

Að loknu málþingi

Kæri málþingsgestur Takk fyrir samveruna síðast liðinn föstudag. Þingið var afar vel sótt eða rúmlega 300 manns. Miklar og gagnlegar umræður sköpuðust í hverju pallborði og því ljóst að umræðan var þörf. Í fyrsta lagi eru hér um að ræða vinnuverndarsjónarmið, hver er ábyrgð vinnuveitenda, ábyrgð fagmannsins og skaðabótakrafa samkvæmt kjarasamningi? Bæta þarf réttarstöðu stéttarinnar án þess að það fari gegn hugmyndafræði, gildismati og viðhorfi hennar.
Lesa meira

Undirritaður nýr kjarasamningur við Skálatún

Undirritaður var nýr kjarasamningur við Skálatún í dag. Tilkynning hefur verið send til félagsmanna ÞÍ starfandi á Skálatúni. Kynning verður á Skálatúni þriðjudaginn 26. janúar klukkan 13:30 og kosning strax í kjölfarið.
Lesa meira

Undirritaður kjarasamningur við Ás styrktarfélag

Undirritaður var nýr kjarasamningur við Ás styrktarfélag í dag. Tilkynning hefur verið send til félagsmanna ÞÍ starfandi hjá Ási styrktarfélagi. Kynning verður í Lækjarási miðvikudaginn 20. janúar klukkan 15:30 og kosning strax í kjölfarið. Einnig verður hægt að kjósa á skrifstofu félagsins í Borgartúni 6, fimmtudaginn 21. janúar frá kukkan 9 - 16 og föstudaginn 22. janúar frá klukkan 9 - 12.
Lesa meira

Málþingið

Málþing Þroskaþjálfafélags Íslands 2016 verður föstudaginn 29. janúar næstkomandi frá klukkan 8:30 - 16:30. Málþingið verður haldið á Grand Hótel og er ætlað að taka á þeim þáttum í störfum er snúa að ofbeldi sem starfsfólk getur orðið fyrir. Þátttökugjald er krónur 12.000 en ÞÍ niðurgreiðir málþingið fyrir félagsmenn ÞÍ (fagaðila og fyrrum félagsmenn sem hafa hætt sökum aldurs) og þroskaþjálfanema og er því þátttökugjald þeirra krónur 7000. Allar veitingar eru innifaldar í þátttökugjaldi.
Lesa meira

Málþing í lok janúar - "Ofbeldi í starfi"

Málþing Þroskaþjálfafélags Íslands 2016 verður föstudaginn 29. janúar næstkomandi frá klukkan 8:30 - 17:00. Málþingið sem ber heitið „Ofbeldi í starfi“, verður haldið á Grand Hótel og er ætlað að taka á þeim þáttum í störfum okkar er snúa að ofbeldi sem starfsmenn geta orðið fyrir. Fyrirlesarar verða meðal annarra: Þroskaþjálfarnir Arne Friðrik Karlsson, Kolbrún Ósk Albertsdóttir og Soffía Lárusdóttir. Guðmundur Sævar Sævarsson, réttarhjúkrunarfræðingur, sálfræðingurinn Jóhann Thoroddsen og lögfræðingur BHM Erna Guðmundsdóttir.
Lesa meira

Jólakveðja

Þroskaþjálfafélag Íslands óskar félögum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um breytingar og framlengingu kjarasamnings við Reykjavíkurborg.

Atkvæðagreiðslu um breytingar og framlengingu kjarasamnings ÞÍ við Reykjavíkurborg, sem undirritaður var þann 10. desember 2015 lauk nú á hádegi. Niðurstöður eru eftirfarandi: Þátttaka félagsmanna ÞÍ var 72%. Alls sögðu já 81,2%. Alls sögðu nei 13,6%. Auðu skiluðu5,2%. Því skoðast breytingar og framlenging kjarasamnings ÞÍ við Reykjavíkurborg samþykktur.
Lesa meira