Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa 2. október 2016
Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa er haldinn þann 2. október. Þroskaþjálfar ætla að vera sýnilegir og merkja „prófíl“ myndina sína eða forsíðu myndina af sér á facebook með því að setja merki félagsins á hana. Það er gert með því að hafa facebook opið á vafranum, smella hér á þennan tengil "merki á prófílmynd"
Eins hafa alþjóðasamtökin stofnað viðburð á facebook fyrir þroskaþjálfa á heimsvísu til að fagna deginum. Þar eru þroskaþjálfar beðnir um að deila því með öllum hvers vegna þú „átt bestu vinnu í heimi“ – Why do YOU have the finest job in the world?“ Hér má finna viðburðinn á facebook
Eins ef þú setur inn stöðutilkynningu á facebook og segir frá því hve stoltur þroskaþjálfi þú ert og endar þá færsluna á
#thefinestjobintheworld #socialeducator #þroskaþjálfi þá er hægt að skoða þær færslur á sama stað.
Það væri líka gaman ef þú tækir myndir og deilir á facebook af því skemmtilega sem þú og félagarnir gerðuð í tilefni dagsins og endilega að nota þá sömu „hastögg“
#thefinestjobintheworld #socialeducator #þroskaþjálfi