Yfirlit frétta

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Nýjar siðareglur Þroskaþjálfafélags Íslands verða kynntar á aðalfundi félagsins

Aðalfundur félagsins verður þann 25. maí og af því tilefni verða nýjar siðareglur félagsins lagðar fram. Vinnuhópur siðanefndar hóf endurskoðun á siðareglunum haustið 2012 og voru starfssdagarnir í janúar 2013 helgaðir rýni á þær. Síðan þá hafa verið haldnir ótal fundir. Rýnihópar voru virkjaðir veturinn 2014-2015. Vinnuhópur siðanefndar lauk vinnunni í framhaldi af því nú í vor. Nú er staðan sú að Siðfræðistofnun var að skila af sér áliti á siðareglunum og því verður siðanefnd ÞÍ tilbúin að leggja þær fram á aðalfundi félagsins. Þetta er mikið fagnaðarefni.
Lesa meira

Niðurstaða kosningar um breytingar og framlengingu kjarasamnings félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga er eftirfarandi.

Niðurstaða kosningar um breytingar og framlengingu kjarasamnings félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga er eftirfarandi. Á kjörskrá voru 330 Alls kusu 223 sem gerir 67,6% kjörsókn Alls sögðu já 191 eða 85,7% Alls sögðu nei 22 eða 9,9% Alls skiluðu auðu 10 eða 4,5% Samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi ÞÍ við SNS skoðast því samþykktur.
Lesa meira

Kosning hafin um nýundirritað samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings við Samband íslenskra sveitarfélaga

Kosning er hafin um nýundirritað samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings við Samband íslenskra sveitarfélaga. Kosningin er rafræn og sér Maskína ehf. um hana. Hægt er að kjósa til hádegis þriðjudaginn 5. apríl. Félagið tilkynnir niðurstöðu klukkan 16:00 þann sama dag. Ef einhverjar spurningar eru þá hafið samband við félagið.
Lesa meira

Kynning á framlengingu á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Þroskaþjálfafélag Ísland verður með kynningarfund þriðjudaginn 29. mars kl. 9.00 í Símey, Þórsstíg 4 á Akureyri og í Reykjavík í Borgartúni 6, 3. hæð kl. 17.00. Kynningin í Borgartúni 6 verður send út yfir netið. Einnig er til skoðunar að halda kynningu á Egilsstöðum og Ísafirði í næstu viku. Þætti okkur vænt um að heyra í ykkur ef þið hefðuð áhuga á slíkri kynningu (með því að senda okkur tölvupóst á throska@throska.is ).
Lesa meira

Undirritun samkomulags um breytingu og framlengingu á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitafélaga

Nú undir morgun undirrituðu samninganefndir aðildarfélaga BHM (ÞÍ, SBU, SÍ, IÍ, SL, DL, FÍF, FÍN, FÍ og FRG) og Sambands íslenskra sveitarfélaga samkomulag um breytingu og framlenginu á kjarasamningum aðila. Nýr samningur verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum.
Lesa meira

Kjarakönnun - taktu þátt!

BHM, heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði, gangast nú í fjórða sinn fyrir rafrænni kjarakönnun sem ætlað er að gefa yfirgripsmikla mynd af kjaramálum félagsmanna. Í aðdraganda kjaraviðræðna hafa notagildi kjarakannana síðustu þriggja ára sannað sig svo um munar, enda hefur góð þátttaka í þeim vakið verðskuldaða athygli. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að taka þátt í þessari árlegu könnun og leggja þannig sitt af mörkum til að markmið hennar nái fram að ganga. Kjarahluti könnunarinnar er nú bæði styttri og einfaldari en áður.
Lesa meira

Grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu verði ekki gerðar breytingar á launakerfi háskólamanna

Eftirfarandi fréttatilkynning sendi BHM frá sér í gær. Félagsmenn BHM hjá sveitarfélögunum hafa verið samningslausir í rúmt hálft ár og kjaraviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa dregist úr hömlu. Þungur tónn er í fólki, sem íhugar aðgerðir. Ofan á þetta bætist að sífellt erfiðara verður að fá háskólamenntaða sérfræðinga til starfa í sveitarfélögunum. Ef ekki verður gripið í taumana er grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu.
Lesa meira

Bæklingur um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

Allir eiga rétt á því að starfsumhverfi þeirra einkennist af gagnkvæmri virðingu í samskiptum. Í því felst að starfsmenn eiga rétt á því að njóta skilyrðislausrar verndar gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustað. Nú er kominn út bæklingur þar sem farið er yfir ýmis atriði tengt kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Að bæklingnum standa ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa. Hann kemur út í dag, 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Lesa meira

Opinn stefnumótunarfundur Landssamtakanna Þroskahjálpar laugardaginn 12. mars kl. 13 - 17

Hvar stöndum við? - Hvert stefnum við? Á þessu ári eru liðin fjörutíu frá stofnun Landssamtakanna Þroskahjálpar. En þó að samtökin séu síung og kröftug og allt sé fertugum fært er hollt og nauðsynlegt að staldra annað slagið við og spyrja sig nokkurrra mikilvægra spurninga. Fertugsafmæli er mjög gott tilefni til þess. Hvar stöndum við? Hvað gerum við vel? Hvað þurfum við að gera betur? Hvert stefnum við?
Lesa meira

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars - Örugg í vinnunni

Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum BHM, Alþýðusamband Íslands, BSRB, Kennarasamband Íslands, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð efna til hádegisverðarfundar þriðjudaginn 8. mars 2016 þar sem fjallað verður um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Lesa meira