Yfirlit frétta

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Kjarajafnrétti strax!

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX! Í fréttatilkynningu frá aðstandendum Kvennafrídagsins 2016 kemur fram að meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38.
Lesa meira

Forvarnir og aðgerðir gegn einelti, áreitni, ofbeldi

Vinnueftirlitið hefur gefið út nýtt fræðslu- og leiðbeiningarrit með tilhlutan velferðarráðuneytisins. Ritinu er ætlað að leiðbeina og styðja stjórnendur og aðra á vinnustöðum í að fyrirbyggja og bregðast við einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og öðru ofbeldi á vinnustöðum. Skipulagðar forvarnir á vinnustöðum er líklegastar til að skila bestum árangri. Þar skiptir mestu að efla félagslegt vinnuumhverfi með góðri stjórnun og öflugu vinnuverndarstarfi.
Lesa meira

Opnir hádegisfundir fyrir félagsmenn með fulltrúum sjö stjórnmálasamtaka sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum.

Markmiðið er að gefa flokkunum tækifæri til að kynna stefnu sína og áherslur í málefnum er varða hagsmuni háskólafólks sérstaklega og svara spurningum um þær. Fundirnir verða haldnir dagana 18., 19. og 20. október milli kl. 12:00 og 13:00 í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 4. hæð.
Lesa meira

Nauðsynlegt að breyta LSR-frumvarpi til að tryggja réttindi allra núverandi sjóðfélaga

BHM hefur sent fjárlaganefnd Alþingis umsögn um lagafrumvarp um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) þar sem gerðar eru athugasemdir við frumvarpið og lagðar fram tillögur um breytingar á því. Frumvarpið byggir á nýlegu samkomulagi milli annars vegar bandalaga opinberra starfsmanna og hins vegar ríkis og sveitarfélaga um framtíðarskipan lífeyrismála á opinberum vinnumarkaði. Athugasemdir BHM eru í þremur liðum og lúta í meginatriðum að því að frumvarpið sé ekki fyllilega í samræmi við fyrrnefnt samkomulag. Nánar tiltekið telur BHM að frumvarpið tryggi ekki réttindi allra núverandi sjóðfélaga í A-deild sjóðsins, eins og samkomulagið kveður á um.
Lesa meira

Fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Alþingi samþykkti í dag samhljóða þingsályktunartillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra um að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá ályktaði Alþingi jafnframt að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017. Samningurinn og valkvæði viðaukinn voru undirritaðir af hálfu Íslands 30. mars 2007, en markmið þeirra er að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra.
Lesa meira

Samkomulag um breytt fyrirkomulag lífeyrismála opinberra starfsmanna

Bandalag háskólamanna (BHM), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) undirrituðu í dag samkomulag við ríki og sveitarfélög um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Með samkomulaginu er endi bundinn á viðræðuferli sem staðið hefur með hléum frá árinu 2009 og hefur haft að markmiði að samræma lífeyrisréttindi á opinberum og almennum vinnumarkaði.
Lesa meira

Að bæta skólabrag

Að bæta skólabrag Virk inngrip og úrlausnir í samskiptavanda nemenda í eldri bekkjum grunnskóla Ráðstefna í Salnum Kópavogi. 30.september 2016 kl. 14.00 – 16.40. Ráðstefnustjóri: Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingiskona. Góður skólabragur kemur í veg fyrir samskiptavandamál og minnkar líkur á áhættuhegðun á samfélagsmiðlum. Á ráðstefnunni kynna ráðgjafar Erindis ráðgjafarþjónustu sína við grunnskóla í einleltismálum og öðrum samskiptavanda. Kynnt verður átaksverkefni í samskiptum og umbótum á skólabrag í unglingadeild Kársnesskóla sem hrint var í framkvæmd á vormisseri 2015 í samstarfi við ráðgjafa Erindis. Verkefnið var tilnefnt til verðlauna í Kópavogsbæ á árinu fyrir framlag til uppeldis og menntunar. Aðalerindi ráðstefnunnar flytja þau Søren Kjær Jensen og dr. Helle Rabøl Hansen. Þau segja frá þeirri þróun sem á sér stað í Danmörku í úrræðum gegn einelti og áhættuhegðun á samskiptamiðlum og átaki í bættri líðan skólabarna.
Lesa meira

Fyrirlestur um túlka- og þýðingarþjónustu

Þroskaþjálfafélag Íslands í samvinnu við Menntavísindasvið HÍ verða með fyrirlestur um túlka- og þýðingarþjónustu. Fyrirlesari er Angelica Cantú Dávila sem er verkefnastjóri túlka-og þýðingardeildar ICI Inter Cultural Iceland, Túlka- og þýðingarþjónustu. Hún hefur verið í samstarfi sem túlkur við Landspítala háskólasjúkrahús til fjölda ára og jafnframt leiðbeint fagfólki í félagsþjónustu við að nýta túlka í samskiptum við þjónustunotendur af erlendum uppruna. Angelica flytur fyrirlestur sinn á íslensku. Fyrirlesturinn verður haldinn mánudaginn 19. september kl. 15.00 til 17.00 að Borgartúni 6, 3 hæð.
Lesa meira

Nýjar siðareglur og siðfræðileg viðmið samþykktar á aðalfundi 25. maí 2016

Umræða um endurskoðun siðareglna Þroskaþjálfafélags Íslands hefur marg oft verið til umræði innan siðanefndar allt frá 2008 og jafnvel fyrr. Ljóst þótti að annað hvort væri einu eða tveimur orðum breytt eða lagt í verulega skoðun reglnanna. Árið 2011 fór siðanefnd að ræða þörfina enn frekar og haust 2012 fór siðanefnd og fagráð félagsins að vinna að undirbúningi starfsdags þar sem þemað var siðareglur og siðferðilega umræða.
Lesa meira