Forvarnir og aðgerðir gegn einelti, áreitni, ofbeldi
Vinnueftirlitið hefur gefið út nýtt fræðslu- og leiðbeiningarrit með tilhlutan velferðarráðuneytisins. Ritinu er ætlað að leiðbeina og styðja stjórnendur og aðra á vinnustöðum í að fyrirbyggja og bregðast við einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og öðru ofbeldi á vinnustöðum.
Skipulagðar forvarnir á vinnustöðum er líklegastar til að skila bestum árangri. Þar skiptir mestu að efla félagslegt vinnuumhverfi með góðri stjórnun og öflugu vinnuverndarstarfi.
Hægt er að hlaða niður ritinu „Sættum okkur ekki við einelti, áreitni, ofbeldi“ hér eða panta prentað eintak með því að senda tölvupóst á vinnueftirlit@ver.is
Í lok mánaðarins verður einnig gefð út rit, með áherslu á fræðslu og leiðbeiningar fyrir starfsfólk, um einelti, áreitni og annað ofbeldi á vinnustöðum.