Ný sýn? - Nýir tímar?
Ný lög um þjónustu við fatlað fólk og mjög mikilvægar breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga taka gildi 1. október n.k. Landssamtökin Þroskahjálp og Þroskaþjálfafélag Íslands boða til morgunverðarfundar þar sem nýju lögin verða kynnt og sérstaklega fjallað um tengsl þeirra við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og önnur alþjóðleg mannréttindi og hvaða þýðingu þau tengsl hafa fyrir túlkun laganna, beitingu þeirra og alla framkvæmd og þjónustu samkvæmt þeim.
Allir sem láta sig mannréttindi fatlaðs fólks varða eru hvattir til að mæta á fundinn því hér gefst einstakt tækifæri til að fræðast um lögin og mannréttindi fatlaðs fólks og þá sýn og þau viðhorf sem liggja þeim til grundvallar og eru forsenda þess að þau geti skilað þeim tækifærum og lífsgæðum sem þeim er ætlað fyrir fatlað fólk.
Tími: Mánudagurinn 1. október 2018 kl. 8.30 – 11.00
Staður: Grand Hótel – Hvammur
Boðið verður upp á morgunverðarhlaðborð frá kl. 8.30 – 9.00 og fer skráning fram hér
Bæði verður hægt að horfa á beint streymi sem og að horfa á upptökuna síðar. Streymið hefst klukkan 9:00
Streymi og upptaka hér: Ráðlagt að nota chrome vafrann.