Forseti Alþingis kemur eftirfarandi á framfæri
Formaður Þroskaþjálfafélags Íslands
Laufey Elísabet Gissurardóttir
Undirritaður vill koma á framfæri við Þroskaþjálfafélag Íslands eftirfarandi varðandi skráningu upplýsinga um Önnu Kolbrúnu Árnadóttur alþingismann á vef Alþingis og ummæli sem ég hafði um það mál af forsetstóli í gær. þau ummæli sneru eingöngu að því sem skráningu á vef Alþingis viðkemur. Ástæða þótti til að leiðrétta að Anna Kolbrún hefði það best verður séð réttilega tilgreint menntun sína og er þar hvergi talað um nám í þroskaþjálfafræðum. Einnig að AKÁ er ekki ábyrg fyrir misskilningi um að hún hafi ritstýrt fagtímariti í stað hins sem rétt er að hún sat í ritstjórn slíks. Hins vegar tilgreindi þingmaðurinn að hún hefði starfað sem þroskaþjálfi, eins og ég tók fram í gær og fyrir liggur að það starfsheiti hefur hún áður notað opinberlega og fyrir löngu síðan. Það var því fært inn á vefinn í góðri túr. Í mínum orðum fólst engin viðurkennig á því, að afstaða til þess hvort, sú notkun starfsheitisins væri réttmæt enda annarra að kveða upp úr um slíkt. þaðan af síður vil ég á nokkurn hátt gera lítið úr mikilvægi menntunar þroskaþjálfa og lögverndun starfsheitis þeirra.
með kveðju
Steingrímur J. Sigfússon
forseti Alþingis