Þroskaþjálfi eða öðrum með háskólamenntun á sviði félagsvísinda óskast á heimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi.

Þroskaþjálfi eða öðrum með  háskólamenntun á sviði félagsvísinda óskast á heimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi.

Velferðarsvið óskar eftir þroskaþjálfa eða öðrum fagaðila í starf teymisstjóra á heimili fatlaðs fólks í Kópavogi. Um er að ræða tíu íbúða kjarna sem veitir þjónustu til fólks með ólíkar fatlanir. Starfið felst í persónulegum stuðningi og þátttöku í faglegu starf í samvinnu við forstöðu- og yfirþroskaþjálfa. 

Starfshlutfall og ráðningartími

Um er að ræða allt að 100%  starf í vaktavinnu.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

 Um framtíðarstarf er að ræða. 

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Starfsleyfi til að starfa sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði mennta- eða félagsvísinda sem nýtist í starfinu.
  • Reynsla og þekking á starfi með fötluðu fólki nauðsynleg.
  • Framtakssemi og jákvæðni í starfi.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgðarkennd og frumkvæði.
  • Starfið getur verið líkamlega krefjandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á faglegu starfi í samvinnu við forstöðu- og yfirþroskaþjálfa. 
  • Þátttaka í gerð þjónustu- og þjálfunaráætlana.
  • Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis.
  • Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.

 

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til og með  14. október 2018.

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Adda Haraldsdóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 441-9560 og á netfanginu thordisadda@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is