Niðurstaða Félagsdóms ljós
29.10.2015
Þroskaþjálfafélag Íslands stefndi Reykjavíkurborg fyrir Félagsdóm til að fá viðurkennt að skrá yfir þau störf hjá Reykjavíkurborg sem eru undanþegin verkfallsheimild og birt var í B-deild stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 80, þann 30. janúar 2015, taki ekki til félagsmanna stefnanda sem starfa á Áfangastaðnum Hátúni, Sambýlinu Bröndukvísl, Sambýlinu Hólmasundi, Sambýlinu Sólheimum og Sambýlinu Vesturbrún.
Lesa meira