Málþing í lok janúar - "Ofbeldi í starfi"
05.01.2016
Málþing Þroskaþjálfafélags Íslands 2016 verður föstudaginn 29. janúar næstkomandi frá klukkan 8:30 - 17:00.
Málþingið sem ber heitið „Ofbeldi í starfi“, verður haldið á Grand Hótel og er ætlað að taka á þeim þáttum í störfum okkar er snúa að ofbeldi sem starfsmenn geta orðið fyrir.
Fyrirlesarar verða meðal annarra: Þroskaþjálfarnir Arne Friðrik Karlsson, Kolbrún Ósk Albertsdóttir og Soffía Lárusdóttir. Guðmundur Sævar Sævarsson, réttarhjúkrunarfræðingur, sálfræðingurinn Jóhann Thoroddsen og lögfræðingur BHM Erna Guðmundsdóttir.
Lesa meira