05.12.2018
Öryggi og velferð skjólstæðinga geta verið í húfi
Að gefnu tilefni vill Bandalag háskólamanna koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:
Markmið laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn er að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga með því að skilgreina kröfur um menntun, kunnáttu og færni heilbrigðisstarfsmanna og starfshætti þeirra. Í lögunum eru tilgreindar samtals 33 löggiltar heilbrigðisstéttir, þar af eru allmargar innan aðildarfélaga BHM. Rétt til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar hefur eingöngu sá eða sú sem til þess hefur hlotið nauðsynlega menntun og þjálfun sem og starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Einstakingur sem ekki hefur slíkt starfsleyfi má ekki veita sjúklingi meðferð sem fellur undir starfssvið löggiltrar heilbrigðisstéttar né veita faglega ráðgjöf.
Lesa meira