Opinn stefnumótunarfundur Landssamtakanna Þroskahjálpar laugardaginn 12. mars kl. 13 - 17

 Hvar stöndum við? - Hvert stefnum við?

Á þessu ári eru liðin fjörutíu frá stofnun Landssamtakanna Þroskahjálpar. En þó að samtökin séu síung og kröftug og allt sé fertugum fært er hollt og nauðsynlegt að staldra annað slagið við og spyrja sig nokkurrra mikilvægra spurninga. Fertugsafmæli er mjög gott tilefni til þess.

  • Hvar stöndum við?
  • Hvað gerum við vel?
  • Hvað þurfum við að gera betur?
  • Hvert stefnum við?

Laugardaginn 12. mars nk. halda Landssamtökin Þroskahjálp stefnumótunarfund þar sem við ræðum málin og leitum saman svara við þessum og öðrum mikilvægum spurningum. Allir félagsmenn í aðildarfélögum Þroskahjálpar eru eindregið hvattir til að koma á fundinn til að taka þátt í að ræða málin og móta stefnuna en fundurinn er öllum opinn og eru allir sem hafa áhuga á hagsmunum og réttindum fólks með þroskahömlun og annars fatlaðs fólks hjartanlega velkomnir á fundinn.

 

Stefnumótunarfundurinn verður að Háaleitisbraut 13 þar sem skrifstofa Landssamtakanna Þroskahjálpar er til húsa.

 

Skráning á fundinn er hér