Uppeldi sem virkar – Færni til framtíðar Leiðbeinenda- og ráðgjafanámskeið

Uppeldi sem virkar – Færni til framtíðar

Leiðbeinenda- og ráðgjafanámskeið

3. útg.

2022 23. og 24. mars 2023

Á Leiðbeinenda- og ráðgjafanámskeiðinu eru kynntar aðferðir og hugmyndafræði foreldranámskeiðsins Uppeldi sem virkar – Færni til framtíðar og farið rækilega í skipulag, framkvæmd og innihald námskeiðsins. Efnið byggir á gagnreyndri þekkingu og vel rannsökuðum aðferðum. Íslensk rannsókn á árangri námskeiðsins birtist í Sálfræðiritinu 2014.

Rík áhersla er lögð á notkun jákvæðra aðferða í uppeldi, á gildi fyrirmynda, samskipti og tengslamyndun, markvissa kennslu æskilegrar hegðunar og nauðsyn fyrirhyggju, skipulagningar og samkvæmni uppalenda. Í nýlegri endurskoðun og uppfærslu voru gerðar breytingar og viðbætur við foreldranámskeiðið til samræmis við áherslur og þarfir í samtímanum.

Á Leiðbeinendanámskeiðinu er einnig fjallað um uppeldi og uppeldisráðgjöf almennt og farið í hagnýtt efni sem miðar að því að auka færni þátttakenda í að veita árangursríka ráðgjöf um uppeldi bæði til foreldra og starfsfólks í uppeldisstörfum.

Námskeiðið er ætlað fagfólki sem sinnir uppeldisráðgjöf og/eða er í beinum tengslum við börn á ýmsum aldri. Þátttaka á námskeiðinu veitir réttindi til að gerast leiðbeinandi á uppeldisnámskeiðum fyrir foreldra og að nota öll þar til gerð námskeiðsgögn.

Hagnýtar upplýsingar um námskeiðið

■ Þátttakendur: Námskeiðið er fyrir fagfólk með menntun á uppeldis- eða heilbrigðissviði sem starfar við uppeldi barna eða við ráðgjöf og fræðslu um uppeldi til foreldra eða starfsfólks. Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðinu er 18.

■ Tímasetning: Fimmtudagur 23. og föstudagur 24. mars 2023, kl. 9:00 – 15:00 báða dagana. Full viðvera báða dagana er nauðsynleg til að öðlast réttindi leiðbeinenda. ■ Staður: Húsnæði Hjálpræðishersins, Suðurlandsbraut 72, 108 Reykjavík. Fundarsalur (Litli salur) á 1. hæð.

■ Þátttökugjald: Kr. 36.000. Innifalin eru öll námskeiðsgögn, leiðbeinendahandbók, Uppeldisbókin og önnur gögn auk kaffiveitinga og miðdegisverðar báða dagana.

■ Skráning: Skráning er á uppeldi@uppeldisemvirkar.is og eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram: Nöfn þátttakenda, starfsheiti, vinnustaður, netfang og kennitala greiðanda.

■ Leiðbeinendur: Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur og Lone Jensen uppeldisráðgjafi.

Námskeiðin byggja mikið til á bókinni Uppeldisbókin - Að byggja upp færni til framtíðar Höfundur námskeiðanna er dr. Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur