Starfsdagar Þroskaþjálfafélags Íslands
26.-27. janúar
ÞÍ
Starfsdagar ÞÍ verða að þessu sinni haldnir í Borgarnesi dagana 26. og 27. janúar 2017. Vinna starfsdagana miðar að því að skoða starfsumhverfi þroskaþjálfa í kjölfar fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Skoðað verður meðal annars hver áhrifin af samningnum er á hin ýmsu þjónustuúrræði þar sem þroskaþjálfar koma að.
Nánari upplýsingar um dagskrá og kostnað verða birtar þegar nær dregur.