Starfsdagar ÞÍ 2025 - Þroskaþjálfar í 60 ár

Árið 2025 fagnar Þroskaþjálfafélag Íslands 60 ára afmæli. Afmælisárið hefst með starfsdögum í Hveragerði dagana 6. og 7. febrúar 2025.

Af því tilefni er dagskráin helguð sögu okkar og framtíðarsýn.

Yfirheitið er Þroskaþjálfar í 60 ár. Hvaðan komum við? Hvar stöndum við? Hvert stefnum við?
Prentvæn dagskrá

Verð: Kr 30.000.- Ekki verður rukkað fyrir þátttökugjaldi fyrr en í janúar 2025, skráning er bindandi eftir að krafa hefur birst í heimabanka.

Skráning er hafin, sjá hér

Til að bóka gistingu á Hótel Örk er farið inn á heimasíðu Hótel Arkar – Afsláttarkóði er THROSKA60. Athugið að hótelið tekur ekki greiðslu af kortum þegar bókað er en þegar þú mætir á staðinn verður greiðslan tekin af kortinu.

Skilaboð frá Hótel Örk: Miðað er við að gengið sé frá gistingu með kóða með a.m.k 21 daga fyrirvara fyrir viðburð. Eftir þann tíma fara herbergi sem eftir eru á frátektin fyrir þennan viðburð í almenna sölu. Aðeins er hægt að nota kóða/hlekk á heimasíðu hótel Arkar – www.hotelork.is Tilboðskóðinn gildir ekki á örðum bókunarsíðum. Athugið að hótelið tekur ekki greiðslu af kortum þegar bókað er en þegar þú mætir á staðinn verður greiðslan tekin af kortinu. Þau sem greiða á staðnum og þurfa eingöngu að greiða fyrir sig þurfa ekki áframhaldandi upplýsingar.
Fyrir komu á starfsdagana þarf greiðslufyrirkomulag að vera að hreinu. Mælt er með að skrá við bókun upplýsingar um greiðslufyrirkomulag í reit sem heitir „sérstakar óskir þínar“ þannig að ljóst sé hvernig greiðslufyrirkomulagi sé háttað. T.d. þarf að skipta upp reikningum þar sem tveir eru í herbergi, þarf kennitölu á reikning og svo framvegis. Ef valið er greitt á staðnum eða á að senda reikning? Auk þess er hægt er að óska eftir greiðslulink til að greiða fyrir fram með korti. Upplýsingar um greiðanda reiknings ef það á við: Nafn fyrirtækis / stofnunar / kennitala / heimilisfang. Ef reikningar fara í skúffu þá þarf að taka það fram og upplýsa um tilvísunarnúmer.
Hótelið óskar eftir að allar þessar upplýsingar hafi borist ekki seinna en 48 tímum fyrir innritun. Þetta er líka gert til að öll innritunarþjónusta verið hraðari fyrir alla gesti og hægt sé að sleppa tímafrekum breytingum og skiptingum við innritun sem tilheyrandi töfum.

Ef upplýsingar berst ekki fyrir komu þá er gert ráð fyrir því að engar auka upplýsingar þurfi á reikning og að greitt verði á staðnum án tafa.

Styrkir: Hægt er að sækja um styrki fyrir bæði starfsdögum og gistingunni í Starfsþróunarsetri háskólamanna og Starfsmenntunarsjóði BHM, sjá á mínum síðum

Dagskrá kemur síðar.

Kær kveðja
fagráð ÞÍ