Skýrum, setjum og virðum mörk

Þá er komið að því að við hittumst í raun- og stafrænum heimi.  

Steinunn Stefánsdóttir, MSc í viðskiptasálfræði og MSc í streitufræðum, ætlar að ræða við okkur um mikilvægi þess að fagstéttin ræði, skýri og styrki mörk, sjálfsvirði og framþróun okkar inn á við jafnt sem út á við. Hún mun einnig ræða við okkur um það hvernig við sýnum hugrekki og látum til okkar taka, upplifum lífs- og vinnugleði án þess að missa stjórn og enda í kulnun.  

Fræðslan verður haldin í húsnæði Þroskaþjálfafélagsins, Borgartúni 6, 4. hæð, miðvikudaginn 9. mars kl. 15:30 – 16:30.
Hægt verður að fylgjast með í gegnum streymi en nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn, hvort sem er til að mæta á fjarfund eða mæta í Borgartún 6.

Skráning fer fram hér  

Hlökkum til að hittast á ný. 

Fagráð.