Helstu þættir nýja frumvarps barnamálaráðherra - kynning og umræður

Í lok janúar hefði Þroskaþjálfafélag Íslands haldið starfsdaga þroskaþjálfa en vegna aðstæðna hefur þeim verið frestað fram í september. Þrátt fyrir stöðuna viljum við nýta okkur 28. janúar til fræðslu sem verður send út rafrænt.

Efni fræðslunnar verður nýtt frumvarp félags- og barnamálaráðherra en undir lok síðasta árs kynnti hann frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Frumvarpið á að tryggja börnum og aðstandendum þeirra samþættan stuðning þvert á kerfi samfélagsins. Markmið laganna er að börn og foreldrar þeirra sem þurfa á þjónustu að halda fái samþætta þjónustu við hæfi án hindrana.

Þar sem þroskaþjálfar starfa að velferð fjölskyldna höfum við fengið fulltrúa félags- og barnamálaráðherra til að kynna þetta tímamóta frumvarp. Einnig munu þroskaþjálfarnir, þær Rósa Hrönn Árnadóttir og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir, fjalla um efni frumvarpsins í ljósi starfa þroskaþjálfans.

Dagskrá:

16:00-16:30 Kynning á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur skrifstofu barna- og fjölskyldumála hjá félagsmálaráðuneytinu. 

16:30-16:40 Umræður

Kaffihlé 10 mínútur

16:50-17:10 Rósa Hrönn Árnadóttir, þroskaþjálfi og brautarstjóri starfsbrauta hjá Tækniskóla Íslands

17:15-17-35 Jóhanna Lilja Ólafsdóttir, þroskaþjálfi og verkefnastjóri snemmtæks stuðnings, barnavernd á velferðarsviði Kópavogs

17:40-17:50 Umræður 

17:55-18:00 Lokaorð 

 

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku og verður fjarfundarboð sent út á hádegi þann 28. janúar. Skráning fer fram hér.