Heimsráðstefna AIEJI í Kaupmannahöfn 19. - 22. maí 2025
19.-22. maí
Erlendis
Dagana 19.–22.maí 2025 fer fram heimsráðstefna á vegum AIEJI og verða gestgjafarnir socialpædagogerne í Danmörku. Ráðstefnan fer fram í Kaupmannahöfn og er þemað "Social Educators Change Lives”.
Búist er við um um 600 þátttakendum frá fleiria en 40 löndum og gaman væri að fjölmenna frá Íslandi.
Nánari upplýsingar um dagskrá og viðburði er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar: www.aieji2025.com
Fjölmargir alþjóðlegir sérfræðingar á sviði þroskaþjálfafræða munu vera með erindi.
Að auki verða þrjár umferðir af vinnustofum þar sem þroskaþjálfar og annað fagfólk geta deilt þekkingu og reynslu með félögum frá öllum heimshornum. Þessar vinnustofur eru hugsaðar sem ”professionel jamsession” þar sem þátttakendur geta rætt, skipst á skoðunum eða tekið þátt í öðrum virkum verkefnum.
Þeir sem hafa áhuga á að halda vinnustofu geta sent inn yfirlit (abstract) fyrir 1. febrúar 2025. Allar umsóknir verða skoðaðar af dagskrárnefnd ráðstefnunnar, og svar verður veitt eigi síðar en 1. mars 2025. Nánari upplýsingar um abstracts er að finna hér https://aieji2025.com/en/call-forabstracts/.
Heimsóknir á vinnustaði
Einn dagur ráðstefnunnar er sérstaklega helgaður heimsóknum á vinnustaði. Þessar heimsóknir veita þátttakendum einstakt tækifæri til að kynnast vinnuaðferðum og aðferðum sem notaðar eru á dönskum socialpædagogiske vinnustöðum sem starfa með viðkvæma hópa. Hver þátttakandi hefur val um heimsókn á tvo vinnustaði.
Hlökkum til spennandi heimsráðstefnu fulla af faglegum innblæstri og nýjum sjónarhornum.