Heil heilsu
Fjallað er um lykilþætti sem vert er að fylgjast með þegar kemur að þinni persónulegu heilsu og jafnframt hvað er best að gera þegar viðvörunarbjöllur fara að hljóma. Farið er yfir hvað telst til heildrænnar heilsu ( líkamleg, félagleg og andleg) og hvernig hægt er að hlúa að henni með einföldum aðferðum sem eru í senn bæði skemmtilegar og krefjandi.
Fyrirlesari Hrefna Hugosdóttir hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur
Staðsetning; Borgartúni 6
Tímasetning; mánudaginn 22. október kl. 9.00 til 10.30
Skráning er nauðsynleg og er hún hér
Bæði verður hægt að horfa á beint streymi sem og að horfa á upptökuna síðar. Streymið hefst klukkan 9:00, nánari upplýsingar síðar.