Að sækja handleiðslu – undirbúningur og ábyrgð handleiðsluþega
Næstkomandi fimmtudag 29. október kl. 15:00 munum við nýta okkur tæknina og fá Kristínu Lilliendahl til að flytja erindi um handleiðslu á zoom fundi. Gert er ráð fyrir 30 mínútna erindi og 10 mínútum í fyrirspurnir.
Í ár kom út bókin Handleiðsla – til eflingar í staf sem ritstýrð er af Sigrúnu Júlíusdóttur. Í henni fjalla sautján sérfræðingar úr ólíkum fagstéttum um handleiðslu innan velferðarþjónustu og vinnumarkaðar. Kristín Lilliendahl skrifar kafla í bókini sem heitir Að sækja handleiðslu – undirbúningur og ábyrgð handleiðsluþega og ætlar hún að fjalla um efni hans.
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn til að fá tengil, sömuleiðis verður áhorf aðgengilegt í einhverja daga. Allir þeir sem skrá sig munu hafa aðgengi að því.
Skráðu þig hér