Bjargráðakerfið BJÖRG

Bjargráðakerfið BJÖRG: 3 daga námskeið

 
Bjargráðakerfið BJÖRG: 3 daga námskeið

 

Dagana 19.-21. október 2021 fer fram 3 daga námskeið um Bjargráðakerfið BJÖRG.

Bjargráðakerfið BJÖRG (Skills System) er aðferð til að ná tökum á tilfinningastjórn. Aðferðin byggir á díalektískri atferlismeðferð (Dialectical Behavior Therapy) og er þróuð til að gagnast jaðarhópum sem hafa átt erfitt með að nýta sér hefðbundna nálgun. Umfangsmikið efni liggur fyrir í íslenskri þýðingu. Námskeiðið er ætlað fagfólki sem vinnur þjónustu-, umönnunar- og/eða meðferðarstörf á sviði félags- og geðheilbrigðisþjónustu.  Námskeiðið samsvarar 24 kennslustundum.

Innihald:

  • Fræðilegur grunnur og forsendur Bjargráðakerfisins.
  • Kennd hugtök aðferðarinnar og uppbygging kerfisins.
  • Þjálfun í notkun aðferðarinnar með æfingum og hlutverkaleikjum.
  • Kennsla í skipulagi og uppbyggingu einstaklings- og hópþjálfunar.

Kennsla:

  • Umsjón námskeiðsins, kennsla og þjálfun er í höndum eftirfarandi aðila sem allir hafa réttindi sem bjargráðaþjálfar:
  • Bjargey Una Hinriksdóttir, þroskaþjálfi
  • Brynja Guðmundsdóttir, sálfræðingur
  • Elva Ösp Ólafsdóttir, þroskaþjálfi
  • Halldór Kr. Júlíusson, sálfræðingur
  • Sandra Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi
  • Þóra Björk Bjarnadóttir, sálfræðingur

Höfundurinn, dr. Julie Brown, tekur þátt í hluta námskeiðsins í gegn um fjarfundabúnað.

Kennsluefni:

  • 2 fjarkennslunámskeið: Grunnnámskeið og námskeið í notkun kerfisins. Námskeiðin eru á ensku en með íslenskum texta. Þátttakendur fá aðgang að efninu þegar þeir greiða þátttökugjald að námskeiðinu. Ætlast til að þeir kynni sér efnið fyrir námskeiðið.
  • Þátttakendur fá eintak af grunnbók höfundar: The Emotion Regulation Skills System for the Cognitively Challanged Client: A DBTTM-Informed Approach (2016).
  • Þátttakendur fá aðgang að íslenskri þýðingu á handbók sem notuð er sem vinnubók í kennslu og þjálfun.
  • Þátttakendur fá kynningu á og aðgang að 12 vikna meðferðarnámskeiði í íslenskri þýðingu sem hentar bæði hópum eða einstaklingum. 

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa þekkingu til að nota Bjargráðakerfið í faglegu starfi og skipuleggja einstaklings- og hópnámskeið.

Námskeiðið er haldið af félaginu Bjargráð ehf. Félagið vinnur að innleiðingu Bjargráðakerfisins sem verkfæris í félags- og geðheilbrigðisþjónustu hér á landi. Félagið mun veita þátttakendum eftirfylgd með ráðgjöf, vinnustofum og aðgang að efni í íslenskri þýðingu.

Þátttökugjald er kr. 95.000. Í boði er að panta gistingu á Hótel Örk sem þátttakendum býðst á hagstæðu verði, þátttakendur panta gistinguna með því að hafa samband við Hótel Örk. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning fer fram hér og nálgast má frekari upplýsingar um námskeiðið á viðburðinum „Bjargráðakerfið BJÖRG“ á Facebook; https://fb.me/e/2t9AE8cFd.