Aðalfundur ÞÍ

Aðalfundur þroskaþjálfafélags Íslands - 60 ára afmælisár.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 14. maí klukkan 16:30, í Borgartúni 27 á 2. hæð. Einnig verður boðið upp á að taka þátt á fjarfundi í gegnum teams.
Nauðsynlegt er að skrá sig hvort sem þú mætir í Borgartún eða skráir þig á fjarfund. Skráning fer fram hér Fjarfundarboð verður sent að skráð netfang fyrir hádegi á aðalfundardegi.

Við fögnum 60 ára afmæli Þroskaþjálfafélags Íslands með hátíðlegum aðalfundi

Dagskrá aðalfundur er eftirfarandi samkvæmt lögum félagsins

  • kosnir starfsmenn fundarins
  • formaður leggur fram skýrslu stjórnar
  • gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til afgreiðslu og gerir grein fyrir fjárhag þess
  • lagabreytingar
  • kosning í stjórn, nefndir og ráð
  • kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins til vara
  • lögð fram fjárhagsáætlun næsta árs og félagsgjöld ákveðin
  • önnur mál

Aðalfundargögn verða birt hér 

Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar og notalegt spjall á staðnum. Skálað verður fyrir starfi og sögu félagsins - tímamót sem vert er að fagna Hljómsveitin Eva mun leika ljúfa tóna og búa til hátíðlega afmælisstemningu.

Hlökkum til að sjá ykkur!