Aðalfundur ÞÍ

ÞÍ boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 22. maí næstkomandi, í Borgartúni 6 á 4. hæð.

Fundinum verður streymt, auk þess sem stefnt er að fjarfundum á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Nánari upplýsingar berast um það þegar nær dregur. 

Dagkrá:

a) kosnir starfsmenn fundarins
b) formaður leggur fram skýrslu stjórnar
c) gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til afgreiðslu og gerir grein fyrir fjárhag þess
d) lagabreytingar, sjá tillögu
e) kosning í stjórn, nefndir og ráð, sjá tillögu kjörnefndar
f) kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins til vara
g) lögð fram fjárhagsáætlun næsta árs og félagsgjöld ákveðin
h) önnur mál

Sjá fundargögn hér, athugið að fundurinn verður rafrænn og því verða gögn fyrir aðalfund ekki útprentuð