Upplýsingar fyrir launagreiðendur um skil félagsgjalda og greiðslur í sjóði

Upplýsingar fyrir launagreiðendur um skil félagsgjalda og greiðslur í sjóði

Félagsgjöld til Þroskaþjálfafélags Íslands eru frá og með 1. júlí 2022 0,95% af heildarlaunum.

Í sjóði BHM greiða launagreiðendur, eftir kjarasamningum.

Í orlofssjóð BHM 0,25% af heildarlaunum 

Í starfsmenntunarsjóð BHM 0,22% af dagvinnulaunum (Reykjavíkurborg)
Í starfsmenntunarsjóð BHM 0,22% af heildarlaunum (Samband íslenskra sveitarfélaga, ríkið, almennur markaður)

Í styrktarsjóð BHM 0,75% af heildarlaunum (Ás styrktarfélag, Skálatún,Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið)

Í sjúkrasjóð BHM 1% af heildarlaunum (almennur markaður)

Í starfsþróunarsetur háskólamanna 0,7% af heildarlaunum (Reykjavíkurborg, ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga)

Í vísindasjóð ÞÍ 1,5% af dagvinnulaunum (Samband íslenskra sveitarfélaga)
Í vísindasjóð ÞÍ 1,6% af dagvinnulaunum (Reykjavíkurborg, Ás styrktarfélag og Skálatún)

Framlag í VIRK, starfsendurhæfingasjóð er 0,1 af  heildarlaunum og er innheimt af lífeyrissjóði.


Athugið að Sjúkrasjóður er einungis fyrir starfsmenn á almennum vinnumarkaði. Fyrir þroskaþjálfa hjá Reykjavíkurborg, ríki og sveitarfélögum er greitt í styrktarsjóð. Aldrei er greitt í báða sjóði í einu.

Greiðslur og skilagreinar
Félagsgjöld og iðgjöld í alla sjóði fyrir utan starfsendurhæfingarsjóð greiðast í einu lagi inn á reikning

0515-26-550000 kt. 630387-2569. Stéttafélagsnúmer ÞÍ 949

Greiðslunni þarf að fylgja skilagrein þar sem fram koma upplýsingar fyrir hvaða þroskaþjálfa er verið að greiða og sundurliðun gjalda. Skilagreinina má senda rafrænt með XML skjali á slóðina https://secure.bhm.is/bib/skilagreinar.asp annars vegar (líkt og með skeytaskil til RSK) eða  SALfærslumeð tölvupósti á netfang skbib@bhm.is hinsvegar. Skilagreinar má líka senda með tölvupósti á skbib@bhm.is

Skilagreinar sem sendar eru í pósti á að senda til:
BIB
Borgartúni 6
105 Reykjavík