XXVI Vorráðstefna - Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

 

 

Sikðfræði og samstarf

 

Fjallað verður um efni ráðstefnunnar í fyrirlestrum báða morgnana. Meðal annars verður fjallað um meðferð persónuupplýsinga í almennu starfi og þegar grunur vaknar um aðstæður sem kalla á afskipti barnaverndar. Þá verður fjallað um mannauð í þjónustu við fatlað fólk, samskipti fagfólks innbyrðis, við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra, m.a. með mismunandi fjölskyldugerðir í huga. Leiðsögn um þjónustukerfið og valdefling foreldra verður einnig á dagskrá.

Eftir hádegi fyrri daginn skiptist ráðstefnan í tvo fundi undir heitinu „Frá greiningu til íhlutunar". Á öðrum fundinum verða kynntar leiðir til að þróa einstaklings námsskrár út frá færnimiðuðum matstækjum fyrir börn á leikskólaaldri og á hinum verða kynntar leiðir til að vinna með niðurstöður greininga til hagsbóta fyrir börn með þroskaraskanir á grunnskólaaldri.

Í lok dagsins verður fyrirlestur, þar sem fjallað verður um efnið: „Þroska- og hegðunarvandamál barna á skólaaldri – næstum því „normal“.

Eftir hádegi seinni daginn verða einnig tveir fundir, þar sem fagfólki gefst kostur á að kynna niðurstöður rannsókna og þróunarverkefna og segja frá nýjungum í starfi.

Kynningar í andyri - veggspjöld -> smellið hér

Dagskrá

 

 

 

Þátttökugjald

 

15.000 kr. fyrir fagfólk og 9.000 kr. fyrir aðstandendur og háskólanema á þessu

 

 

 

Skráning:

 

Rafræn skráning og upplýsingar á

 

www.greining.is  og í síma510 8400.

 

Við skráningu þarf að gefa upp nafn, kennitölu og heimilisfang greiðanda, ásamt nafni, símanúmeri, starfsheiti og vinnustað þátttakanda.

 

ATH: SKRÁNINGU LÝKUR 5. MAÍ.

Stefán J. Hreiðarsson og Guðný Stefánsdóttir, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.