Vísindasjóðsstyrkur greiddur út 28. febrúar 2019
Eins og kom fram á aðalfundi félagsins síðast liðið vor var reglum Vísindasjóðs breytt. Áður var það þannig að félagsmenn sóttu um og svo skiptist styrkupphæðin á milli þeirra sem sóttu um og þá eftir starfshlutfalli.
Samkvæmt nýjum reglum gerist þess ekki þörf að sækja um, heldur þarf félagið að hafa bankaupplýsingar frá félagsmönnum. Nú fær hver útborgaðan styrk miðað við þá upphæð sem vinnuveitandinn greiddi fyrir viðkomandi (t.d. 1,6% hjá Reykjavíkurborg af dagvinnulaunum en 1,5% af dagvinnulaunum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga). Í ár var greitt fyrir tímabilið 16. maí 2019 – 31. desember 2019, þar sem tímabilið skaraðist við fyrra umsóknartímabil. Næsta ár mun allt árið liggja undir.
Athugið að nú fá félagsmenn ekki eins greitt nema að vera með nákvæmlega sömu laun og í sama starfshlutfalli.
Í flestum tilfellum var það þannig að hægt var að nýta áður fengnar bankaupplýsingar. Félagið hefur nú í janúar og febrúar kallað eftir upplýsingum frá félagsmönnum sem ekki höfðu áður sótt um.
Hér eru upplýsingar um sjóðinn http://www.throska.is/is/um-felagid/sjodir/visindasjodur
Reglur sjóðsins http://www.throska.is/static/files/visindasjodur/uthlutunarreglur-visindasjods_06032019.pdf