Vilt þú taka þátt í að móta framtíðina? Nýr íbúðakjarni fyrir fólk með fötlun.
Velferðarsvið Kópavogs opnar nýjan íbúðakjarna fyrir fólk með fötlun á vormánuðum ársins 2025 og því leitum við nú að einstaklingi með metnað og brennandi áhuga til að sinna starfi forstöðumanns og takast á við þær áskoranir sem felast í að móta starfsemi kjarnans frá grunni. Forstöðumaður mun fá það verkefni að skipuleggja og leiða faglegt starf kjarnans og byggja upp sterka liðsheild.
Markmið þjónustu við fatlað fólk hjá Kópavogsbæ er að veita persónulegan stuðning og einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu sem skal tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra íbúa bæjarins.
Starf forstöðumanns lýtur að því að annast um og bera ábyrgð á daglegum rekstri þjónustunnar, þróun innra starfs, starfsmannamálum og samskiptum við aðstandendur og samstarfsstofnanir. Við leitum að einstaklingi sem hefur metnað og áhuga til að leiða starfsemina og vinna eftir þeim meginhugmyndum sem birtast í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að. Starfið krefst mikils sjálfstæðis, frumkvæðis og hæfni til að byggja upp sterka liðsheild.
- Ber ábyrgð á daglegum rekstri og skipulagningu á starfseminni.
- Ber ábyrgð á að rekstur sé í samræmi við fjárhagsáætlun.
- Stýrir faglegu starfi og þróar innra starf í samræmi við stefnu bæjarins.
- Sér um starfsmannamál og skipulag vakta.
- Vinnur að gerð þjónustuáætlana og annast samskipti við aðstandendur og aðra aðila um málefni íbúanna.
- Háskólamenntun (BA/BS) á sviði heilbrigðis- og/eða félagsvísinda.
- Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi og/eða mikil starfs- og stjórnunarreynsla í málefnum fatlaðs fólks.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði, ábyrgðarkennd og frumkvæði.