Viðræður um stefnu í kjaramálum í uppnámi

Stjórn Bandalags háskólamanna lýsir efa umboð og getu ríkisstjórnar

Viðræður um stefnu í kjaramálum í uppnámi

 

Stjórn BHM hefur sent frá sér svohljóðandi ályktun:

,,Umræða um kjarasamninga verður ekki slitin úr samhengi við stefnu stjórnvalda í efnahags-, atvinnu- og velferðarmálum.  Í ljósi óvissrar stöðu ríkisstjórnarinnar og vantrausts þess sem ríkir til hennar meðal landsmanna, lítur stjórn Bandalags háskólamanna svo á að sú umræða um kjarasamninga sem aðilar vinnumarkaðar hafa átt sín í milli á vettvangi ríkissáttasemjara, sé í fullkomnu uppnámi. 

Viðræðum um heildarsýn í kjaramálum næstu ára verður ekki haldið áfram að óbreyttu, á meðan efast er um umboð og getu viðsemjandans til að ákvarða stefnu í þjóðmálum.”