Verkefnastjóri á heimili

Óskað er eftir verkefnastjóra til starfa á heimili fólks með fötlun.

Um tvö heimili er að ræða, Brekkuás, Garðabæ og Kirkjubraut, Seltjarnarnesi.

Um tvær stöður er að ræða á hvoru heimili.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi

Umsóknafrestur er til 14. júní, 2024.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Upplýsir íbúa um réttindi, ábyrgð þeirra og skyldur.
  • Hefur umsjón með þjónustuáætlunum með íbúum sem byggðar eru á óskum íbúa og faglegu mati, tryggir að áætlunum sé fylgt eftir.
  • Hefur umsjón með heilsufarsskráningu íbúa. Er í tengslum við lækna, fylgir íbúum til læknis og sérfræðinga sé þess þörf eða felur það öðrum starfsmönnum.
  • Heldur utan um líkamlegt og andlegt heilsufar íbúa, bendir á viðeigandi lausnir.
  • Sinnir og viðheldur góðu samstarfi við aðstandendur. Er tengiliður aðstandenda og stjórnenda.
  • Hefur samskipti við vinnustaði og aðrar tengslastofnanir og leitar samstarfs við aðra fagaðila sé þess þörf.

Hæfnikröfur:

  • Menntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi frá landlækni
  • Að minnsta kosti 3 ára starfsreynsla
  • Þekkingar á sviði þjónustu við fatlað fólk og ríkjandi hugmyndfræði
  • Góð samskipta- og samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta ásamt góðrar íslensku- og enskukunnáttu
  • Þarf að geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar
  • Hreint sakarvottorð

Nánari upplýsingar veitir Ásta Hrönn Ásgeirsdóttir í síma 414-0500 á virkum dögum eða í gegnum netfangið astah@styrktarfelag.is

Upplýsingar um félagið má finna á www.styrktarfelag.is

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.

Ás styrktarfélag hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi sitt samkvæmt ÍST 85:2012.

 

Við hvetjum áhugasama að sækja um.