Upplýsingafundur vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki
Miðvikudaginn 13. október kl: 16:00 verður haldinn Upplýsingafundur vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 6,
Á fundinn mæta fulltrúar frá Reykjavíkurborg: Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðaráðs Reykjavíkurborgar, Stella Kr.Víðisdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og María Rúnarsdóttir verkefnastjóri yfirfærslunnar. Jón Gnarr borgarstjóri hefur einnig fengið boð á fundinn.
Vonandi mæta sem flestir.
Dagskrá
1. Formaður ÞÍ býður fundarmenn velkomna
2. Fulltrúi frá Reykjavíkurborg svara spurningum frá þroskaþjálfafélaginu
· Hvaða hlutverki munu þroskaþjálfar gegna í velferðarþjónustunni og verða formlega skilgreindar sérstakar stöður (eyrnamerktar þroskaþjálfum)?
· Hafið þið mótað ykkur stefnu um hve hátt hlutfall starfsmanna skuli vera fagmenntað?
· Verður lögð áhersla á uppbyggingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar; og ef svo er hvernig verður staðið að henni?
3. Spurningar frá þroskaþjálfum
4. Formaður ÞÍ slítur fundi
Fundastjóri: Bjargey Hinriksdóttir
Fundaritari: Katrín Eyjólfsdóttir