Undirritun kjarasamnings Þroskaþjálfafélags Íslands við ríkið
Í gær undirritaði Þroskaþjálfafélag Íslands samkomulag við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila. Það var gert í samfloti við 10 önnur aðildarfélög BHM.
Samninganefndir ellefu aðildarfélaga BHM stóðu frammi fyrir því að taka afstöðu til tilboðs Samninganefndar ríkisins. Í ljósi fordæmalausrar stöðu í samfélaginu var ákveðið að bera samninginn undir félagsmenn í atkvæðagreiðslu.
Gildandi kjarasamningur framlengist frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023 með þeim breytingum og fyrirvörum sem í samkomulaginu felst og fellur þá úr gildi án frekari fyrirvara.
Samningurinn verður kynntur félagsmönnum sem starfa hjá ríkinu og rafræn kosning fer fram í kjölfarið.
Vegna samkomubanns mun kynningin fara fram með rafrænum hætti. Félagsmönnum hjá ríkinu hafa verið sent nú þegar fundarboð.
BHM- félögin ellefu eru:
- Dýralæknafélag Íslands (DÍ)
- Félag geislafræðinga (FG)
- Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH)
- Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN)
- Félag lífeindafræðinga (FL)
- Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ)
- Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ)
- Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH)
- Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ)
- Sálfræðingafélag Íslands (SÍ)
- Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ)