Undirbúningur að styttingu vinnuvikunnar, upplýsingar.
Samkvæmt kjarasamningum hjá hinu opinbera, sveitarfélögum og borg mun vinnuvikan hjá dagvinnufólki styttast 1. janúár næstkomandi. Innleitt hefur verið sérstakt ferli til að framkvæma styttinguna, mikilvægt er að félagsmenn kynni sér málið vel og taki afstöðu svo styttingin nýtist sem best.
Markmið með styttingu vinnuvikunnar eru:
· Að bæta vinnustaðamenningu
· Að bæta nýtingu vinnutíma án þess að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu
· Að tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika starfsfólks og stofnana sem og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs
Viljir þú fá nánari upplýsingar um ferlið hafa verið settir upp vefir sem útskýra ferlið, bæði í glærusýningum, bæklingum og með myndböndum.
Ríkið: https://betrivinnutimi.is
Sveitarfélögin: https://www.samband.is/verkefnin/kjara-og-starfsmannamal/betri-vinnutimi/
Reykjavíkurborg: https://reykjavik.is/betrivinnutimi
ÞÍ hvetur hvern félagsmann til að kynna sér það sem við á.
Hér má sjá helstu atriði sem þarf að hafa í huga varðandi umbótasamtal vegna styttingu vinnuvikunnar.
Hér má sjá myndband þar sem starfsfólk og stjórnendur í dagvinnu tala um ávinning og tækifæri sem skapast við að stytta vinnuvikuna.
Hér má sjá myndband þar sem starfsfólk og stjórnendur í vaktavinnu tala um ávinning og tækifæri sem skapast við að stytta vinnuvikuna.