Tillögur ráðherra árás á háskólamenntun
BHM mótmælir tillögum félags- og tryggingamálaráðherra um áframhaldandi frystingu launa háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins.
Kjarasamningar þessa hóps hafa verið lausir frá apríl 2009 og frá þeim tíma hafa átt sér stað beinar launaskerðingar háskólamenntaðra, auk þess sem ríkið hefur með markvissum hætti beint aukinni skattheimtu og tekjutengingum að félagsmönnum BHM.
Hafa verður í huga að frysting þessi kæmi í kjölfar almennra skerðinga á yfirvinnu, álagsgreiðslum, akstursgreiðslum, vinnutíma og öðrum ráðningartengdum kjörum og yrðu þær launalækkanir því festar í sessi í 5 ár samkvæmt tillögum ráðherra.
Slík viðvarandi launaskerðing er óviðunandi af hálfu BHM og getur ekki leitt til annars en atgervisflótta.
BHM leggst gegn allri frekari verðfellingu háskólamenntunar á vinnumarkaði, enda er hún bein ógnun við það uppbyggingarstarf sem nauðsynlegt er í landinu
Nánari upplýsingar veitir:
Guðlaug Kristjánsdóttir, Formaður BHM
gudlaug@bhm.is
s. 899 2873