Þroskaþjálfi í Vinnu og virkni

Ás styrktarfélag óskar eftir þroskaþjálfum til starfa í Vinnu og virkni. Um er að ræða vinnustaði, þar sem fullorðið fatlað fólk er í vinnu og virkni.

Starfsstöðvarnar eru í Bjarkarás og Lækjarás, Stjörnugróf 7-9 og í Ási vinnustofu, Ögurhvarfi 6.

Vinnutíminn er á bilinu 8.00-16.30.

Helstu verkefni og ábyrgð:

· Ber ábyrgð á fagleglegu starfi, miðlar þekkingu til annara starfsmanna og veita þeim stuðning.
· Setur upp og fylgir eftir dagskipulagi.
· Styður við og aðstoðar fatlaða starfsmenn í vinnu og virkni.
· Sinnir stuðningi og ráðgjöf, tryggir að sjálfsákvörðunarréttur sé virtur og að veitt sé einstaklingsmiðuð þjónusta.
· Sinnir og viðheldur góðu samstarfi við aðstandendur og tengslastofnanir.
· Nýtir undirbúningstíma til skipulags og verkefna sem viðkoma starfinu

Hæfniskröfur:

· Menntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi
· Þekking á sviði þjónustu við fatlað fólk og ríkjandi hugmyndafræði.
· Góð samskipta- og samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð.
· Góð almenn tölvukunnátta.
· Hreint sakarvottorð. Vakin er athygli á að umsækjandi þarf að skila inn sakarvottorði (af island.is) ef af ráðningu verður. Stjórnandi biður um þau gögn eftir atvinnuviðtal.

Nánari upplýsingar veitir: · Heba / Brynjar vegna starfa í Stjörnugróf í gegnum netfangið heba@styrktarfelag.is / brynjar@styrktarfelag.is

· Halla / Halldóra Kolka vegna starfa í Ási vinnustofu í gengum netfangið hallaj@styrktarfelag.is / halldorakolka@styrktarfelag.is

Stöðurnar eru laus strax eða eftir samkomulagi.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna að sækja um. Upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess www.styrktarfelag.is

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.

Ás styrktarfélag hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi sitt samkvæmt ÍST 85:2012.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.