Þroskaþjálfi í leikskóla í Hveragerði
Þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi í stöðu stuðningsaðila
Leikskólinn Undraland í Hveragerði auglýsir eftir þroska- eða iðjuþjálfa í 100% starf til að annast stuðnig við nemanda/-ur.
Ef ekki fæst einstaklingur með tilskylda eða sambærilega menntun kemur til greina að ráða einstakling með aðra menntun eða reynslu
Undraland tók til starfa í núverandi húsnæði 2017 og í honum dvelja um 115 börn á sex aldursskiptum deildum. Börnin eru á aldrinum 12 mánaða til 6 ára.
Í Undralandi er starfað samkvæmt lögum um leikskóla og Aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni, vináttu, málrækt og nám í gegnum leik og hreyfingu. Unnið er með námsefni Leikur að læra, Vináttuverkefni Barnaheilla og málhljóð Lubba.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þroska- eða iðjuþjálfamenntun
- Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði.
- Reynsla af starfi í leikskóla er kostur
- Ábyrgð og stundvísi
- Íslenskukunnátta nauðsynleg
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags og störfin henta öllum kynjum.
Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar 2024. Umsóknum skal fylgja ferilskrá eða upplýsingar um nám og fyrri störf og skal skilað í gegnum heimasíðu Hveragerðisbæjar: www.hveragerdi.is eða til leikskólastjóra með tölvupósti: annaerla@hveragerdi.is.
Nánari upplýsingar veitir
Anna Erla Valdimarsdóttir, leikskólastjóri
S: 8678907