Þroskaþjálfi á heimili fatlaðs fólks - Berjahlíð
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða til starfa þroskaþjálfa eða starfsmann með sambærilega menntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða starf á heimili fatlaðs fólks staðsett í Setbergshverfi. Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
Starfshlutfall er 70-90% og er unnið í vaktavinnu, viðkomandi þarf að geta unnið á morgun, kvöld- og helgarvöktum. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Framfylgir hlutverki og markmiðum starfstöðvar
- Sinnir faglegum verkefnum starfsstöðvarinnar undir stjórn forstöðumanns
- Tekur þátt í fræðslu og faglegum stuðningi við dagleg störf starfsmanna
- Stuðla að virkni, velferð og vellíðan þjónustunotenda
- Veitir fötluðu fólki einstaklingsmiðaðan persónulegan stuðning í daglegu lífi
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfafræða, félagsvísinda eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi. Starfsleyfi á viðeigandi sviði.
- Reynsla af sambærilegu starfi með fötluðu fólki æskileg.
- Samstarf- og skipulagshæfileikar
- Sjálfstæði í starfi, frumkvæði og samviskusemi.
- Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Góð tölvukunnátta
- Líkamleg geta til þess að sinna verkefnum á vinnustað
Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð.
Umsókn fylgi greinagóð ferilskrá ásamt leyfisbréfi.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Anna Th. Jensdóttir, kristinj@hafnarfjordur.is.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 15.01.2025
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.