Þjóðarspegillinn 2009 -Rannsóknir í félagsvísindum

Félagsvísindastofnun er framkvæmdaraðili Þjóðarspegilsins sem verður haldinn í tíunda sinn 30. október 2009 í Háskóla Íslands. Ráðstefnan hefur skapað sér sess sem nokkurs konar árleg uppskeruhátíð félagsvísindafólks hérlendis. Hún hefur farið mjög stækkandi á undanförnum árum og er útlit fyrir met þátttöku þetta ár. Þátttakendur verða frá flestum innlendum háskólum auk sjálfsstæðra rannsóknastofnanna. Á Þjóðarspeglinum gefst fólki kostur á að hlýða á fyrirlestra af öllu litrófi félagsvísinda um það sem efst er á baugi í rannsóknum í dag. Sérstaða ráðstefnunnar felst ekki síst í því að lögð er áhersla á miðlun rannsókna til almennings. Allir fyrirlestrar eru opnir, engin þörf er á skráningu og það kostar ekkert að mæta og fylgjast með einstökum erindum eða málstofum.

Sjá dagskrá


Háskóli Íslands
Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis