ÞÍ undirritaði kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga
Í dag undirritaði Þroskaþjálfafélag Íslands nýjan kjarasamning við Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS). Það var gert í samvinnu með Félagsráðgjafafélagi Íslands, Sálfræðingafélagi Íslands, Iðjuþjálfafélagi Íslands, Dýralæknafélagi Íslands og Kjarafélagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Nýr kjarasamningur gildir frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum sem starfa hjá sveitarfélögunum mánudaginn 11. maí og rafræn kosning fer fram í kjölfarið. Félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum (að undanskilinni Reykjavíkurborg) hafa fengið tilkynningu þess efnis og eru nú þegar byrjaðir að skrá sig á kynningarfund.