ÞÍ skrifar undir kjarasamning Reykjavíkurborg.
Í dag var gengið frá samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og Þroskaþjálfafélags Íslands um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila með gildistíma frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Það gerði félagið ásamt Félagsráðgjafafélagi Íslands, Sálfræðingafélagi Íslands og Iðjuþjálfafélagi Íslands.
Efnisatriði samnings verða kynnt á rafrænum fundi næstkomandi þriðjudag þann 14. janúar, annars vegar klukkan 13:00 og hins vegar klukkan 16. Því næst hann verður borinn undir atkvæði félagsfólks í rafrænni kosningu.
Þroskaþjálfar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa nú þegar fengið tölvupóst þess efnis.