Teymisvinna: Stjórnun og starf í teymum
Í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands
Teymi er fámennur hópur einstaklinga sem sameinar krafta sína og þekkingu við að leysa flókin sameiginleg markmið. Árangursríkt samstarf í teymi verður ekki til nema ákveðnir þættir séu til staðar og einkenni samstarfið. Á námskeiðinu er fjallað um hvers ber að gæta og hvað ber að varast til að teymisvinna standi undir nafni og beri árangur.
Teymisvinna verður ekki til af sjálfu sér með því að tilnefna fólk í hóp og kalla hópinn teymi. Þess vegna er teymisvinnu gjarnan lýst með jöfnunni:
1 + 1 + 1 + 1 = 5
sem merkir að góð samvinna hefur samlegðaráhrif. Með öðrum orðum þá geta einstaklingar sem vinna vel saman og sameina þannig krafta sína og þekkingu, náð flóknara markmiði og skilað betri árangri en hópur einstaklinga sem nær ekki fram þeim þáttum og eiginleikum sem einkenna árangursríka teymisvinnu.
Á námskeiðinu er farið yfir helstu þætti sem skipta máli í teymisvinnu. Meðal annars er fjallað um hvenær teymisvinna er líkleg leið til árangurs og hvenær ekki, hvernig á að velja í teymi, hvernig velja skal í teymi, hvernig teymisvinna þróast, helstu hindranir, kosti samskiptareglna. Lögð er áhersla á þætti sem tengjast trausti, samskiptum, sjálfstæði, samvinnu og endurgjöf í teymum.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Muninn á hópi og teymi.
• Hvenær teymastarf er góð leið til árangurs og hvenær ekki.
• Einkenni vel heppnaðrar teymisvinnu.
• Helstu hindranir og vandamál í teymisvinnu.
• Hlutverk þeirra sem stýra teymisvinnu.
• Nýtingu styrkleika og að vega upp veikleika í teymisvinnu.
Ávinningur þinn:
• Aukinn skilningur á þáttum sem einkenna árangursríka teymisvinnu.
• Aukin hæfni til að stjórna eða taka þátt í teymisvinnu.
• Aukinn skilningur á stöðu í núverandi teymisvinnu ef um það er að ræða.
Fyrir hverja:
Námskeiðið er aðeins ætlað félagsmönnum Þroskaþjálfafélags Íslands.
Kennari(ar):
Steinunn Stefánsdóttir er ráðgjafi og eigandi Starfsleikni ehf. Hún er með M.Sc. í viðskiptasálfræði og M.Sc. í streitufræðum.
Aðrar upplýsingar:
Námskeiðið byggir á fræðslu, umræðum og verkefnum sem unnin eru í hópum (sem kannski verða að teymum).
Þátttakendur fá það heimaverkefni að óska eftir skriflegri umsögn um styrkleika sína og möguleika til þróunar frá núverandi eða fyrrverandi samstarfsaðilum sem þeir treysta til að veita heiðarlega og uppbyggilega endurgjöf. Umsagnirnar verða síðan ræddar í hópum.
Nánari upplýsingar er að finna hér