Talsm. neytenda kynnir tillögu um niðurfærslu íbúðaveðlána

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, kemur í heimsókn og kynnir tillögu sína um niðurfærslu íbúðaveðlána sem send var forsætisráðherra í lok apríl. Fundurinn er haldinn þriðjudaginn 2. júní, kl. 12-13. Í kynningu á vef talsmanns neytenda segir meðal annars: "Lagt til að kröfuhafar deili tjóninu með neytendum. Í stuttu máli má segja að tillagan feli í sér tilraun til þess að finna málsmeðferð sem skipti tjóni neytenda á milli þeirra og kröfuhafa og loki „báðum endum“ vandamálsins á sama tíma og á faglegan átt sem allir hagsmunaaðilar eiga aðild að." Lesa má nánar um tillöguna á heimasíðu talsmanns neytenda.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga BHM.

Staður: Borgartún 6, 3. hæð.

Fundarsalur: Ásbrú

Smelltu hér til að skrá þig á fundinn.