Stuðningsyfirlýsing við kjarabaráttu ljósmæðra

Þroskaþjálfafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu ljósmæðra fyrir leiðréttingu á launakjörum sínum. Kjarabarátta ljósmæðra snýst um að störf þeirra verði metin í samræmi við menntun og ábyrgð. Kjarabarátta ljósmæðra er jafnréttisbarátta. Þroskaþjálfafélag Íslands skorar á fjármálaráðherra að sýna kjark, drengskap og fyrirhyggju og ganga nú þegar að kröfum ljósmæðra. Það er hagur samfélagsins alls.
 
 
Reykjavík 5. september 2008
 
Stjórn og trúnaðarmannaráð ÞÍ