Starfsdagur BHM um stöðugleikasáttmála og þátttöku BHM í þjó
Starfsdagur BHM um stöðugleikasáttmála og þátttöku BHM í þjóðmálaumræðu verður haldinn næstkomandi mánudag. Borgartúni 6, 3. hæð 2. nóvember kl. 14:00-17:00.. Opið öllum félagsmönnum í BHM
Hvar: Borgartúni 6, 3. hæð
Hvenær: 2. nóvember kl. 14:00-17:00.
Hverjir: Miðstjórnarfulltrúar, kjörnir fulltrúar félaga og aðrir félagsmenn aðildarfélaga BHM.
Dagskrá:
14:00: Inngangur um stöðugleikasáttmála og þátttöku BHM í þjóðmálaumræðu
14:10: Hópastarf hefst
15:10: Kaffihlé
15:25: Samantekt hópa
16:00: Kynning á niðurstöðum hópa
Til að umræðan verði markviss og skilvirk, er þess farið á leit að þátttakendur undirbúi sig og lesi stöðugleikasáttmálann.
http://www.island.is/endurreisn/stjornvold/adgerdir-stjornvalda/samantekt-adgerda/stodugleikasattmalinn/.
Umræðuhópar:
a) Ríkisfjármál (t.d. skattar, útgjöld, millifærslur)
b) Verklegar framkvæmdir og atvinnusköpun (t.d. aðkoma lífeyrissjóða,
kynjasjónarmið)
c) Kjaramál (t.d. samningar félaganna, fagleg viðhorf á
niðurskurðartímum, varnarlínur í niðurskurði, kynjasjónarmið)
d) Þátttaka BHM í þjóðmálaumræðu (virkni BHM í umræðunni, BHM sem
vettvangur umræðna, upplýsingagjöf)
Yfirskrift hópa a, b og c endurspeglar hópaskiptingu í viðræðum í Karphúsi við gerð og eftirfylgni stöðugleikasáttmála, en hópur d snýr eins og sést að nærumhverfi BHM. Hópstjórar koma úr röðum fulltrúa BHM í Karphúsviðræðum.
Hægt er að skrá þátttöku á heimasíðu BHM eða hér:
http://www.bhm.is/thjonusta/namskeid/rafraent/starfsdagur-um-stodugleikasattmala/